Yfirbókun til Alicante

Miðvikudagur, 29. júní 2016 - 11:15
Íslenska

Íslenskur ferðamaður átti bókað flug frá Alicante til Keflavíkur, en flugfélagið aflýsti fluginu og bókaði hann með öðru flugfélagi í staðinn, með millilendingu í London. Þegar ferðamaðurinn mætti í flugið var honum hinsvegar neitað um far þar sem flugið væri yfirbókað og hann í staðinn bókaður í annað flug sem fór síðar. Ferðamaðurinn var ekki sáttur við það, enda mættur vel tímanlega og með miða sem hitt flugfélagið var búið að bóka fyrir hans hönd. Ferðamaðurinn sendi kröfu á flugfélagið sem neitaði honum um far, en þar sem hann fékk aldrei svör leitaði hann til ECC á Íslandi. Starfsmenn ECC á Íslandi sendu málið til systurstöðvar sinnar í Bretlandi sem hafði samband við flugfélagið. Málalok urðu þau að flugfélagið féllst á að greiða skaðabætur vegna neitunar um far.

ECC Categories: