Týnd taska

Föstudagur, 1. apríl 2016 - 10:30
Íslenska

Sænskur ferðamaður leitaði eftir aðstoð ECC-netsins vegna tapaðs farangurs. Ferðamaðurinn flaug frá Keflavík til Orlando í Bandaríkjunum en ferðataskan hans skilaði sér ekki fyrr en seint og síðar meir þegar hann var kominn aftur heim til Svíþjóðar. Vegna þessa varð hann fyrir ýmsum aukakostnaði, sem tryggingarfélag hans bætti að mestu en eftir stóðu ýmsir kostnaðarliðir sem tryggingarnar bættu ekki. Eftir að ECC á Íslandi hafði samband við flugfélagið kom í ljós að svo virtist sem taskan hefði aldrei verið innrituð til flugfélagsins og ferðamaðurinn hafði enga kvittun fyrir töskunni. Flugfélagið vildi þó leysa málið á farsælan hátt og bauð að greiða símakostnað upp á rúmar 30.000 kr., en annan kostnað fékk ferðamaðurinn að mestu greiddan frá tryggingarfélagi sínu.

ECC Categories: