Skemmd ferðataska

Föstudagur, 1. apríl 2016 - 10:30
Íslenska

Írskur ferðamaður sem flaug frá Keflavík til Dyflinnar tók eftir því þegar hann vitjaði ferðatösku sinnar á farangursbandinu að hún hafði skemmst í fluginu og leit út fyrir að hafa fengið á sig högg. Hann tilkynnti um skemmdirnar strax á flugvellinum og sendi svo tölvupóst á flugfélagið án þess að fá úrlausn á máli sínu. Ferðamaðurinn setti sig þá í samband við ECC á Írlandi sem áframsendi málið til ECC á Íslandi sem hafði samband við flugfélagið. ECC á Íslandi sendi erindi á flugfélagið á föstudegi og fékk svar á mánudeginum um að flugfélagið samþykkti að greiða fyrir tjónið á töskunni líkt og ferðamaðurinn fór fram á, ásamt því að endurgreiða farangursgjaldið. Ferðamaðurinn fékk því greiddar tæpar 22.000 kr.

ECC Categories: