Hurð fýkur upp

Föstudagur, 1. apríl 2016 - 10:30
Íslenska

Pólskur ferðamaður leigði bílaleigubíl á ferðalagi sínu á Íslandi. Hann taldi svo að skil bílsins hefðu farið fram án nokkurra athugasemda frá bílaleigunni. Næsta dag hafði bílaleigan samband við ferðamanninn og tjáði honum að skemmdir hefðu fundist á bifreiðinni, en svo virtist sem hurð bifreiðarinnar hefði fokið upp. Þar sem ferðamaðurinn þurfti að ná flugi gat hann ekki verið viðstaddur tjónamatið og greiddi fyrirfram um 400.000 kr., en bílaleigan lofaði að endurgreiða honum ef raunverulegur viðgerðarkostnaður væri lægri. Bílaleigan sendi svo ferðamanninum upplýsingar um áætlaðan viðgerðarkostnað en þar kom fram bifreið af annarri tegund en þeirri sem ferðamaðurinn leigði. Taldi ferðamaðurinn því að ekki væri um rétta áætlun að ræða og leitaði til ECC-netsins. ECC á Íslandi óskaði eftir upplýsingum um lokaviðgerðarkostnað á bílaleigubílnum þegar viðgerð hefði verið framkvæmd og kom þá í ljós að um nokkuð lægri upphæð var að ræða en ferðamaðurinn hafði greitt fyrirfram. Hann fékk því endurgreiddar tæplega 150.000 kr.

ECC Categories: