Gjaldþrot bílaleigu

Föstudagur, 1. apríl 2016 - 10:30
Íslenska

Franskur ferðamaður hafði samband við ECC í Frakklandi vegna íslenskrar bílaleigu. Ferðamaðurinn bókaði bílaleigubíl á netinu í maímánuði og greiddi þá um 300.000 krónur fyrir leiguna. Þegar ferðamaðurinn mætti á bílaleiguna í lok júlímánaðar og ætlaði að nálgast bílinn var fyrirtækið lokað og enginn starfsmaður á staðnum, en jafnframt var búið að loka símanúmeri fyrirtækisins. Ferðamaðurinn óskaði eftir aðstoð ECC-netsins við að fá endurgreitt. ECC á Íslandi reyndi  að ná sambandi við fyrirtækið en ekki var svarað í síma og öll bréf sem sem bílaleigunni voru send voru endursend. Við nánari skoðun kom í ljós að fyrirtækið hafði verið úrskurðað gjaldþrota fjórum dögum áður en ferðamaðurinn bókaði bíleigubílinn í maí. ECC setti sig þá í samband við skiptastjóra þrotabúsins og endaði með því að ferðamaðurinn fékk endurgreitt. 

ECC Categories: