Franskan ferðamann vantar gögn

Föstudagur, 1. apríl 2016 - 10:30
Íslenska

Franskur ferðamaður lenti í tjóni á bílaleigubíl hér á landi. Engin ágreiningur var um að hann hefði valdið tjóninu, en bílaleigan rukkaði hann um 290.000 kr. og ætlaði svo að endurgreiða honum mismuninn á þeirri upphæð og raunverulegum viðgerðarkostnaði og senda honum viðgerðarreikninginn. Nokkru síðar endurgreiddi bílaleigan ferðamanninum um 72.000 kr. án þess að láta ferðamanninn fá afrit af viðgerðarreikningnum og leitaði hann því til ECC-netsins. Eftir að ECC á Íslandi hafði samband við bílaleiguna fékk ferðamaðurinn afrit af lokaviðgerðarreikningnum, en hann þurfti á honum að halda til að fá endurgreitt á grundvelli tryggingar sem hann var með. 

ECC Categories: