Endurgreiðsla flugmiða

Miðvikudagur, 29. júní 2016 - 11:15
Íslenska

Íslensk kona átti bókað flug með norsku flugfélagi, en fluginu var svo aflýst nokkrum vikum fyrir áætlaða brottför. Hún sendi erindi á flugfélagið og krafðist þess að fá flugmiðann endurgreiddan, en tilraunir hennar báru ekki árangur. Hún kom þá á skrifstofu ECC á Íslandi og óskaði eftir aðstoð í málinu. Starfsfólk ECC á Íslandi aðstoðaði konuna við að leggja fram kröfu um endurgreiðslu og málið fékk á endanum farsælan endi þar sem hún fékk endurgreiddan flugmiðann líkt og hún átti rétt á.

ECC Categories: