Endurgreiðsla berst ekki

Föstudagur, 1. apríl 2016 - 10:30
Íslenska

Austurrískur ferðamaður leigði bílaleigubíl á Íslandi í gegnum vefsíðu og borgaði fyrirfram. Hann neyddist til að afbóka leiguna áður en hann kom til landsins, en  samkvæmt skilmálum síðunnar var heimilt að afbóka og fá endurgreitt. Ferðamaðurinn fór fram á að bílaleigan stæði við skilmálanna og endurgreiddi honum það sem hann hafði greitt fyrirfram. Endurgreiðslan barst aldrei, en bílaleigan hélt því fram að búið væri að endurgreiða. ECC á Íslandi hafði samband við bílaleiguna og í ljós kom að bílaleigan hafði í raun sent ósk um endurgreiðslu til kortafyrirtækisins en af einhverjum ástæðum skilaði hún sér ekki til Austurríkis og ferðamannsins. Bílaleigan sendi því aftur endurgreiðslubeiðni og endurgreiðslan skilaði sér á endanum til ferðamannsins. 

ECC Categories: