Fréttasafn

Mismunun eftir þjóðerni

Hvernig mundum við bregðast við svona þjónustu í verslun? En á netinu? BEUC, Evrópusamtök neytenda, hefur gert myndband sem skoðar mismunun neytenda eftir þjóðerni á nýstárlegan hátt.

 


Ný skýrsla frá ECC-netinu um kaup á bifreiðum á milli landa

ECC-netið hefur nú gefið út skýrslu til að aðstoða neytendur sem hyggjast kaupa bifreiðar af löndum innan Evrópusambandsins, eða í Noregi, og flytja til síns heimalands. Þar er að finna svör við ýmsum spurningum, svo sem hvaða gögn þurfa að vera til staðar við kaupin, í hvaða löndum þarf að greiða virðisaukaskatt og margt fleira.

Hér er hægt að lesa skýrsluna (á ensku).


Ferðalög keypt á netinu: Er upphaflega auglýst verð það sama og lokaverð?

ECC-netið vinnur nú að samstarfsverkefni sem ber heitið „Ferðalög keypt á netinu: Er upphaflega verðið það sama og lokaverð“.

Á árinu 2015 bárust ECC-netinu margar kvartanir frá neytendum sem keyptu, eða ætluðu að kaupa flug, hótel eða bílaleigubíl á netinu, þar sem endanlegt verð var ekki það sama og auglýst var í upphafi bókunarinnar. Hefur þú verið í þeim sporum?


Yfirlit yfir starfsemi ferðanefndarinnar árin 2010 – 2014

 

Úrskurðarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Neytendasamtakanna, sem hýst er hjá Neytendasamtökunum, úrskurðar í deilumálum neytenda og fyrirtækja sem eru aðilar að SAF. Það geta m.a. verið ferðaskrifstofur, flugfélög, bílaleigur og hótel/veitingahús. Það kostar neytendur 3.500 kr. að leggja mál fyrir nefndina og alla jafna liggja úrskurðir hennar fyrir u.þ.b. mánuði frá því öll gögn hafa borist skrifstofunni, og eru þeir birtir á heimasíðu Neytendasamtakanna jafnóðum.


Ef alferð fellur niður

Hver er réttur neytenda ef alferð fellur niður vegna verkfalla eða náttúruhamfara?

Aflýsi ferðasali alferð eiga neytendur rétt á að fá ferðina endurgreidda, eða fá aðra sambærilega ferð. Þetta gildir óháð því hver ástæðan fyrir aflýsingunni er, en þessi réttur farþega kemur skýrt fram í 9. gr. laga um alferðir. 


Svik á leigumarkaði

Þegar íbúðir eru leigðar eru oftar en ekki miklir hagsmunir í húfi fyrir bæði leigjanda og leigusala. Það er algengt að leigusalar fari fram á að fyrir upphaf leigutíma séu háar fjárhæðir afhentar til viðbótar sjálfri leigunni, þá í formi tryggingar eða sem fyrirframgreiðsla. Í langflestum tilvikum fara samningar fram eftir að leigjandi hefur fengið að skoða íbúðina og miðast leiguverð yfirleitt einmitt við ástand íbúðarinnar auk annarra atriða.


Euro Business Guide

Á hverju ári fær ECC Ísland nokkur erindi frá fyrirtækjum sem hafa skráð sig í Euro Business Guide eða European City Guide. Þar sem yfirleitt er um fyrirtæki en ekki einstaklinga að ræða getur ECC-netið ekki tekið þessi mál til meðferðar að öðru leyti en því að veittar eru almennar ráðleggingar.


Svik á netinu

ECC Ísland fær mikið af fyrirspurnum frá fólki sem fær tilkynningar í tölvupósti um að það hafi unnið hitt eða þetta í happdrætti. Oft er um verulegar fjárhæðir - eins og milljón pund eða milljón evrur - að ræða. Fólk skyldi þó hafa varann á því alla jafna er um svindl að ræða. Tilkynningar um vinninga berast í tölvupósti og til að vitja vinningsins þarf að senda ýmsar persónuupplýsingar. En það er ekki nóg - oftar en ekki þarf að senda peninga út til að fá vinninginn greiddan - þessar peningagreiðslur eru sagðar vera vegna bankakostnaðar, trygginga, skatta eða annars slíks.