Fréttasafn

Deilihagkerfið

Deilihagkerfið er elsta hagkerfi í heimi, enda peningar í raun tiltölulega nýleg uppfinning. Deilihagkerfið er viðskiptakerfi sem byggir á skiptum eða samnýtingu verðmæta, og yfirleitt er um „jafningjaviðskipti“ (peer-to-peer) að ræða, en ekki það að „salan“ fari fram í atvinnuskyni. Eftir að peningar komust í almenna umferð ruddi séreignarstefnan sér sífellt harðar fram með þeim afleiðingum að ofneysla, sér í lagi á Vesturlöndum, hefur haft skelfileg áhrif á takmarkaðar auðlindir jarðarinnar.


Falsaðar vörur

Lítið er um að falsaðar merkjavörur eða eftirlíkingar séu boðnar til sölu hérlendis en þegar farið er í sumarfrí erlendis er algengt að kaupþyrstum ferðalöngum sé boðið að fjárfesta í ótrúlega ódýrum skartgripum, leðurklæðnaði eða snyrtivörum. Víða er til dæmis hægt að kaupa stórt glas af fínasta ilmvatni á innan við 500 kr., eða hátt í tuttugu sinnum sinnum ódýrara en í fríhöfninni hér.


Ný útgáfa ferða „apps“ ECC-netsins

ECC-netið hefur nú gefið út endurbætta útgáfu af snjallsímaforriti (app) sínu fyrir ferðamenn, ferða „appi“ ECC-netsins. Forritið er gefið út á 25 tungumálum, eða öllum tungumálum sem töluð eru innan ESB auk norsku og íslensku, en um samstarfsverkefni allra 30 ECC stöðvanna, undir forystu ECC í Þýskalandi, er að ræða. Forritið er ókeypis og notkun þess er ekki háð nettengingu, svo enginn kostnaður á að vera samfara notkun þess.

Hvenær gagnast smáforritið?
Ferðamenn geta lent í alls kyns óvæntum uppákomum og erfiðum aðstæðum:


Bílaleiguraunir

Sennilega hafa aldrei verið fleiri ferðamenn á Íslandi en einmitt núna og margir kjósa þeir að leigja sér bíl og keyra um landið á eigin vegum. Það er svo ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar bíll er tekinn á leigu og eins ýmislegt sem kann að koma erlendum ferðamönnum hér á óvart, eins og einbreiðar brýr, hve þjóðvegur eitt er mjór, hve mikið er af malarvegum og hve mikið er um sauðfé á miðjum veginum! Fyrir utan þessi séríslensku atriði eru svo ákveðin atriði sem alltaf er gott að hafa í huga þegar bíll er tekinn á leigu.


Símnotkun erlendis

Innan EES-svæðisins er í gildi reglugerð um verðþak á reikisímtöl, þ.e. ákveðið þak er sett á það hvað símafyrirtæki mega rukka fyrir millilandasímtöl. Þrátt fyrir það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga þegar þarfasti þjóninn er tekinn með í fríið:


Tíu ár í þágu neytenda

ECC-netið, net Evrópskra neytendaaðstoða, sem starfar í öllum aðildarríkjum ESB auk Íslands og Noregs og er að hluta til fjármagnað af Evrópusambandinu, fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir.