Fréttasafn

Euro Business Guide

Á hverju ári fær ECC Ísland nokkur erindi frá fyrirtækjum sem hafa skráð sig í Euro Business Guide eða European City Guide. Þar sem yfirleitt er um fyrirtæki en ekki einstaklinga að ræða getur ECC-netið ekki tekið þessi mál til meðferðar að öðru leyti en því að veittar eru almennar ráðleggingar.


Svik á netinu

ECC Ísland fær mikið af fyrirspurnum frá fólki sem fær tilkynningar í tölvupósti um að það hafi unnið hitt eða þetta í happdrætti. Oft er um verulegar fjárhæðir - eins og milljón pund eða milljón evrur - að ræða. Fólk skyldi þó hafa varann á því alla jafna er um svindl að ræða. Tilkynningar um vinninga berast í tölvupósti og til að vitja vinningsins þarf að senda ýmsar persónuupplýsingar. En það er ekki nóg - oftar en ekki þarf að senda peninga út til að fá vinninginn greiddan - þessar peningagreiðslur eru sagðar vera vegna bankakostnaðar, trygginga, skatta eða annars slíks.


Um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf

Mjög mismunandi er hvaða reglur gilda í Evrópu um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf en hægt er að fá upplýsingar um það með því að hafa samband við ECC-netið.  Það er sameiginlegt með öllum löndunum á ESS-svæðinu að hægt er að hætta við kaup á vöru sem keypt er í gegnum netið innan 14 virkra daga frá afhendingu vörunnar.  


Listin að kvarta

Gagnlegar leiðbeiningar frá ECC Íslandi um hvernig er best að koma á framfæri kvörtun við seljanda.

Rétt hegðun                                                             

 1.     Stattu í armlengd frá seljanda                           

 2.     Viðhaltu góðu augnsambandi                           

 3.     Talaðu skýrt og ákveðið                                     

 4.     Andaðu hægt og rólega                                    

 5.     Beittu röddinni hæfilega                                     


Er einstaklingur eða fyrirtæki skráð sem kaupandi?

Öðru hvoru berast erindi frá fólki sem stundar einhvers konar rekstur og hefur keypt vörur til einkanota í gegnum reksturinn. Það er t.d. vinsælt að kaupa tölvur í gegnum fyrirtæki en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að sé vara keypt í gegnum rekstur er réttarstaðan ekki sú sama og ef fólk festir persónulega kaup á vörunni. Á þetta getur reynt ef varan reynist gölluð.

 Ef einstaklingur kaupir vöru gilda lög um neytendakaup


Úttekt af greiðslukorti

Hlutverk greiðslukorta í viðskiptum verður sífellt veigameira og stór hluti greiðslu fyrir vörur og þjónustu er inntur af hendi með greiðslukortum. Einnig hefur áhugi neytenda á netverslun stóraukist og líklegt er að notkun greiðslukorta spili þar stórt hlutverk. Þegar keyptar eru vörur á netinu eru þó líklega margir hræddir við að gefa upp kortaupplýsingar enda veit fólk kannski ekki alltaf hver móttakandinn er og óttast að mögulega sé óprúttinn aðili bakvið tölvuskjáinn.


Lög um neytendakaup

Lög um neytendakaup nr. 48/2003 eru tvímælalaust þau lög sem varða okkur hvað mestu í daglegu lífi. Þannig gerum við oft á dag samninga sem falla undir lögin; þegar við kaupum pylsupakka í Bónus eða kókflösku úti í sjoppu eru það neytendakaup í skilningi laganna. Neytendakaupalögin eiga einnig við um samninga sem fólk gerir sjaldnar, eins og kaup á bifreiðum, tölvum, farsímum, ísskápum og sófasettum. Yfirleitt gengur allt að óskum og við spáum kannski ekki mikið í löggjöfina að baki kaupunum.


Ábyrgð og ábyrgð er ekki það sama!

Þegar neytendur lenda í því að kaupa gallaða vöru og fara í kjölfarið fram á einhvers konar úrbætur; viðgerð, nýja vöru eða endurgreiðslu vegna þess, er jafnan talað um að vara sé í „ábyrgð“. Það sem við köllum í daglegu tali ábyrgð er þó iðulega bara lögbundinn réttur neytandans til að fá ógallaða vöru, en ekki er um það að ræða að seljandi eða framleiðandi hafi tekið á sig sérstaka ábyrgð vegna vörunnar.

Lögbundinn kvörtunarfrestur