Fréttasafn

Ertu með ofnæmi og á leið til útlanda?

Samkvæmt Evrópureglum er skylt að merkja sérstaklega ákveðna ofnæmis- og óþolsvalda í matvælum. Þetta á t.a.m. við um korn sem inniheldur glúten, hnetutegundir, fisk, sojabaunir, sinnep og egg. Um matvælamerkingar má fræðast nánar á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is.


Neytendur á ferð og flugi – skaðabætur vegna seinkunar

Komi til tafa eða aflýsingar á flugi eiga farþegar margvíslegan rétt. Þessi réttur byggir á Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega og er því sambærilegur í öllum ríkjum EES og einnig þó flogið sé frá öðrum löndum til EES-svæðisins, ef flugrekandinn er frá EES-svæðinu. Þannig eiga flugfarþegar t.a.m. rétt á ýmiss konar aðstoð vari seinkun í ákveðinn tíma eða flugi er aflýst, t.d. hressingu, gistingu ef þörf er á og ferðum til og frá flugvelli. Einnig eiga flugfarþegar, samkvæmt ákveðnum reglum, rétt á endurgreiðslu flugs eða breytingu á flugleið til að komast til ákvörðunarstaðar. 


ECC-netið - hvað er nú það?

Á síðasta ári fagnaði ECC-netið tíu ára afmæli sínu en á þessum tíu árum höfðu 650.000 neytendur haft samband. Fjöldinn eykst ár frá ári og nú hafa um 100.000 neytendur samband árlega. Stundum er einfaldlega um að ræða fyrirspurnir, þ.e. neytendur vilja vita hvaða rétt þeir eiga í viðskiptum við seljendur í öðrum löndum, en í öðrum tilvikum hafa viðskipti þegar farið fram og neytendur vilja vita hvort brotið hafi verið á rétti þeirra. Þessum erindum er svarað og í mörgum tilvikum dugir sú leiðsögn neytendum til að leysa málin á farsælan hátt.


Nýr bæklingur fyrir evrópska ferðalanga

Kominn er út handhægur bæklingur þar sem fræðast má um ECC-netið, rétt flugfarþega, bókun á netinu, bílaleigu, pakkaferðir og ýmislegt fleira sem viðkemur rétti ferðlanga. Auk þess hefur bæklingurinn að geyma fjölmargar reynslusögur frá evrópskum neytendum. Bæklingurinn nýtist svo einnig sem stílabók.


Mismunun eftir þjóðerni

Hvernig mundum við bregðast við svona þjónustu í verslun? En á netinu? BEUC, Evrópusamtök neytenda, hefur gert myndband sem skoðar mismunun neytenda eftir þjóðerni á nýstárlegan hátt.

 


Yfirlit yfir starfsemi ferðanefndarinnar árin 2010 – 2014

 

Úrskurðarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Neytendasamtakanna, sem hýst er hjá Neytendasamtökunum, úrskurðar í deilumálum neytenda og fyrirtækja sem eru aðilar að SAF. Það geta m.a. verið ferðaskrifstofur, flugfélög, bílaleigur og hótel/veitingahús. Það kostar neytendur 3.500 kr. að leggja mál fyrir nefndina og alla jafna liggja úrskurðir hennar fyrir u.þ.b. mánuði frá því öll gögn hafa borist skrifstofunni, og eru þeir birtir á heimasíðu Neytendasamtakanna jafnóðum.


Ef alferð fellur niður

Hver er réttur neytenda ef alferð fellur niður vegna verkfalla eða náttúruhamfara?

Aflýsi ferðasali alferð eiga neytendur rétt á að fá ferðina endurgreidda, eða fá aðra sambærilega ferð. Þetta gildir óháð því hver ástæðan fyrir aflýsingunni er, en þessi réttur farþega kemur skýrt fram í 9. gr. laga um alferðir. 


Svik á leigumarkaði

Þegar íbúðir eru leigðar eru oftar en ekki miklir hagsmunir í húfi fyrir bæði leigjanda og leigusala. Það er algengt að leigusalar fari fram á að fyrir upphaf leigutíma séu háar fjárhæðir afhentar til viðbótar sjálfri leigunni, þá í formi tryggingar eða sem fyrirframgreiðsla. Í langflestum tilvikum fara samningar fram eftir að leigjandi hefur fengið að skoða íbúðina og miðast leiguverð yfirleitt einmitt við ástand íbúðarinnar auk annarra atriða.