Fréttasafn

Reikigjöldin heyra sögunni til innan EES

Farsímanotkun milli landa Evrópu var lengi vel mjög dýr. Svo dýr reyndar að Evrópusambandið ákvað að grípa til sinna ráða því ljóst var að markaðurinn réð ekki við verkefnið. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu inniheimta þegar neytendur nota farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þak hefur farið stiglækkandi frá árinu 2007.


10 góð ráð til að forðast kaup á fölsuðum varningi á netinu

Alþjóðadagur neytenda er haldinn 15. mars ár hvert. Af því tilefni hefur ECC-Netið gefið út vefbækling með góðum ráðum fyrir neytendur til að forðast kaup á fölsuðum vörum á netinu. Falsaður varningur er í boði í mörgum vöruflokkum svo sem á lyfjum, snyrtivörum, barnaleikföngum, skóm og í bílavarahlutum. Nokkuð auðvelt er að nálgast slíkar vörur á netinu og í mörgum tilvikum eru þær á mjög hagstæðu verði. ECC-Netið mælir ekki með að neytendur kaupi falsaðan varning, en falsaðar vörur geta ógnað heilsu og öryggi notenda þeirra.


Dagur netöryggis 2017

 

Í dag er alþjóðlegur dagur netöryggis, en tilgangur hans er að stuðla að öruggari notkun internetsins og snjallsíma, sér í lagi á meðal ungmenna. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem vakin er athygli á margvíslegum öryggisatriðum, til að fræða ungmenni og foreldra um það hvernig þeir geta stuðlað að öruggara netumhverfi og gætt þannig betur að börnum sínum.

Til þess að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni hefur ECC-netið gefið út nokkur góð ráð varðandi örugga notkun internetsins. Um er að ræða „Boðorðin fimm til aukins öryggis á internetinu.“


Réttindi fatlaða og hreyfihamlaðra einstaklinga sem ferðast með flugi

Alþjóðadagur fatlaðra er 3. desember næstkomandi og í tengslum við daginn hefur ECC- netið ákveðið að vekja athygli á réttindum fatlaðra og hreyfihamlaðra flugfarþega.

Þrátt fyrir að Evrópulöggjöfin veiti töluverða neytendavernd þá mæta fatlaðir og hreyfihamlaðir enn hindrunum þegar þeir ferðast með flugi.

ECC-Netinu hefur á árinu 2016 borist nokkur fjöldi almennra fyrirspurna og kvartana:


Hvað getur Evrópska neytendaaðstoðin gert fyrir þig

Hún veitir hjálp og gefur ráð vegna vandamála í viðskiptum yfir landamæri á milli ESB-ríkja, Íslands og Noregs.

Hlutverk okkar felst í því að veita upplýsingar, ráð og aðstoð vegna vandamála í viðskiptum yfir landamæri á milli ESB-ríkja, Íslands og Noregs. Þjónusta okkar er ókeypis.

 

Við getum:

•Ráðlagt þér um réttindi viðskiptavina vegna viðskipta og ferðalaga samkvæmt Evrópureglum og lögum viðkomandi ríkis

•Gefið hagnýt ráð til þess að spara þér fé og komast hjá vandamálum


Saga okkar

Starf í áratug að bættri neytendavernd yfir landamæri

Evrópska neytendaaðstoðin (EEC-Net) varð til við samruna EEJ-Net (Extrajudicial Settlement of Consumer Disputes) og Euroguichet (European Consumer Infocentres) samstarfsnetanna. Það er dæmi um samvinnu á þjóðréttarstigi og ESB-réttarstigi vegna þess að Evrópska neytendaaðstoðin er starfrækt af opinberum aðilum og samtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni í aðildarríkjum ESB, Íslandi og Noregi, auk þess sem Evrópusambandið tekur þátt í fjármögnun hennar.


Gildi okkar

Að vinna á fagmannlegan hátt að því að ná sáttum, jafnframt því að tryggja gagnsæi, hlutleysi og trúnað við bæði neytendur og seljendur

Áhersla á viðskiptavininn

Við gerum okkar besta til þess að tryggja að viðskiptavinir fái viðeigandi upplýsingar, ráð eða aðstoð. Við leggjum aðaláhersluna á þá í starfsemi okkar og leggjum okkur bæði fram um það að sjá fyrir þarfir þeirra og að gefa sem nákvæmastar upplýsingar eða þjónustu.

Fagmennska


Stefna okkar

Að auka traust í viðskiptum yfir landamæri ESB-ríkja

Stefna Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (European Consumer Centres -  ECC-Net) er sú að veita neytendum innan ESB auk Íslands og Noregs ókeypis aðstoð og ráðleggingar, lendi þeir í vandræðum með viðskipti yfir landamæri.

Það er lykilatriði að stuðla að því að neytendur skilji betur og framfylgi réttindum sínum sem evrópskir borgarar og geti sem best nýtt sér innri markaðinn í Evrópu.