Tíu ár í þágu neytenda

ECC-netið, net Evrópskra neytendaaðstoða, sem starfar í öllum aðildarríkjum ESB auk Íslands og Noregs og er að hluta til fjármagnað af Evrópusambandinu, fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir.

Á þessum áratug hafa netinu borist yfir 650.000 fyrirspurnir frá evrópskum neytendum og fjölgaði erindum um 30% á tímabilinu 2012-2014, og um 300.000 neytendur hafa fengið aðstoð vegna vandamála sem upp hafa komið í tengslum við viðskipti við seljendur í öðrum Evrópulöndum og fjölgaði slíkum málum um 16% á tímabilinu 2012-2014. Í flestum tilvikum, eða í um 67% tilvika, tókst með að stoð ECC-netsins að leysa slík deilumál með samningum milli neytenda og fyrirtækja. Á árinu 2014 fengu heimasíður ECC stöðvanna svo þrjár og hálfa milljón heimsókna.
ECC-netinu er ætlað að efla þekkingu almennings á rétti neytenda og aðstoða þegar upp koma vandamál eða deilur í tengslum við viðskipti yfir landamæri, hvort sem um er að ræða verslun gegnum netið eða í verslun seljanda.

Í tilefni þessara tímamóta hefur, hinn 2. júní, verið opnuð sérstök sýning um starfsemi ECC-netsins í byggingu Evrópuþingsins í Brussel. Jafnframt hefur verið gefið út sérstök afmælisskýrsla um starfið og á næstu dögum mun koma út ný útgáfa af ferða „appi“ ECC-netsins, en það er ókeypis snjallsímaforrit sem aðstoða ferðalanga við ýmsar aðstæður. Innan fárra daga mun svo ECC stöðin á Íslandi opna nýja heimasíðu, eccisland.is.

ECC Flokkun: 
Um ECC-Netið