Slóvenska flugfélagið Adria gjaldþrota

Í byrjun mánaðarins sótti flugfélagið Adria um gjaldþrotaskipti. Þeir flugfarþegar sem gjaldþrotið hafði áhrif á geta nú sent inn kröfur í þrotabúið

Hvað þarf ég að senda?
Nauðsynlegt er að senda skriflega kröfu í þrotabúið og hún þarf að vera á Slóvensku. Ekki dugar að senda kröfuna í tölvupósti, heldur þarf hún að berast í bréfpósti.

Hvert sendi ég kröfuna?
Þú þarft að senda kröfuna í bréfpósti á eftirfarandi heimilisfang:

Republika Slovenija, Okrožno sodišče v Kranju, Gospodarski oddelek, Stečajna pisarna
[Republic of Slovenia, District Court Kranj, Commercial Department, Insolvency Office]
Zoisova 2
4000 Kranj, Slovenija

Hvað kostar að senda inn kröfu?
Það er enginn aukakostnaður við að senda inn kröfu í þrotabúið, en þar sem það þarf að senda kröfuna í bréfpósti og á Slóvensku þá getur þú þurft að leggja út fyrir póstburðargjöldum og kostnaði við þýðingarvinnu.

Hver er tímafresturinn til að senda inn kröfu?
Krafan verður að hafa borist fyrir 3. janúar 2020.

Ef farþegi býr ekki í Slóveníu, þarf hann að fá aðstoð Slóvensk lögmanns?
Ekki er nauðsynlegt að óska eftir aðstoð Slóvensk lögmanns

Hverjar eru líkurnar á því að krafan mín fáist greidd úr þrotabúinu?
Í besta falli þá getur þú fengið einhverja prósentu af kröfu þinni endurgreidda. Einnig getur það gerst að ekkert fáist greitt í almennar kröfur, þar sem samkvæmt fjölmiðlum þá skuldar flugfélagið háar fjárhæðir og það eru margir kröfuhafar. Einnig er mjög líklegt að það taki langan tíma að gera upp þrotabúið.

Get ég gert eitthvað annað til að fá tjón mitt bætt?
Ef þú áttir bókað flug með flugfélaginu sem var aflýst vegna gjaldþrotsins og þú greiddir með kreditkorti þá ráðleggjum við þeim farþegum að hafa samband við kreditkortafyrirtæki þeirra og leggja fram kröfu um endurgreiðslu færslunnar (e. chargeback).

 

Fyrirmynd að kröfubréfi
ECC-Netið hefur útbúið kröfubréf sem farþegar sem vilja leggja inn kröfu í þrotabúið geta notað sem fyrirmynd. Hér að neðan er hægt að nálgast fyrirmyndina á Slóvensku og Ensku.

ATH. Nauðsynlegt er að senda inn kröfuna á slóvensku.

 

ECC Flokkun: 
Flugfarþegar