Skoðun þín á heilbrigðisþjónustu í Evrópu

Hefur þú nýtt þér heilbrigðisþjónustu í öðru landi innan Evrópu, hvort sem það var óvænt á ferðalagi þínu eða vegna fyrirhugaðrar meðferðar? Hvernig var reynsla þín?

ECC-Netið vinnur nú að því með ANEC (Evrópsk hagsmunasamtök um aðild neytenda að staðlagerð) að safna upplýsingum frá evrópskum neytendum af reynslu þeirra af heilbrigðisþjónustu í öðrum Evrópulöndum. ANEC mun nota upplýsingarnar í vinnu sinni í staðlagerð í þágu neytenda til að gera heilbrigðisþjónustu á milli landamæra innan EES auðveldari.

Þú getur lagt þitt af mörkum með því að svara spurningakönnun (á ensku) á neðangreindum hlekk:

http://which.focusvision.com/b/53b/170805

Könnunin tekur um 10 mínútur og verður hún opin til 10. september 2017.

ECC Flokkun: 
Almennt / Ferðalög