Saga okkar

Starf í áratug að bættri neytendavernd yfir landamæri

Evrópska neytendaaðstoðin (EEC-Net) varð til við samruna EEJ-Net (Extrajudicial Settlement of Consumer Disputes) og Euroguichet (European Consumer Infocentres) samstarfsnetanna. Það er dæmi um samvinnu á þjóðréttarstigi og ESB-réttarstigi vegna þess að Evrópska neytendaaðstoðin er starfrækt af opinberum aðilum og samtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni í aðildarríkjum ESB, Íslandi og Noregi, auk þess sem Evrópusambandið tekur þátt í fjármögnun hennar.

Evrópska neytendaaðstoðin hefur vaxið mjög á þeim áratug sem liðinn er síðan hún tók til starfa. Vegna stækkunar ESB hafa þrjár nýjar þjónustumiðstöðvar komið til sögunnar síðan 2005, í Búlgaríu og Rúmeníu árið 2007 og í Króatíu árið 2013.

Stefna Evrópsku neytendaaðstoðarinnar hefur frá upphafi legið ljós fyrir; að efla traust í viðskiptum yfir landamæri og gera neytendum þannig kleift að nýta sér sem best kosti hins innri markaðar. Það þýddi að takast varð á við flókna þætti í neytendarétti innan ESB í viðskiptum yfir landamæri .

Miklar breytingar hafa orðið til hins betra á stöðu evrópskra neytenda síðan 2005 og sama máli gegnir um væntingar evrópskra neytenda. Evrópska neytendaaðstoðin kom að málum 43.000 einstaklinga með upplýsingagjöf og aðstoð árið 2005 en sú tala hefur hækkað stöðugt og var orðin rúmlega 80.000 í árslok 2013. Stærsti þátturinn í þessari aukningu eru netviðskipti en þau koma nú við sögu í rúmlega 60% allra kvartana og búist er við að þeim fjölgi enn frekar.

 

Nánari upplýsingar má finna á krækju í tíu ára afmælisskýrslu. 

Finndu þína miðstöð 

ECC Flokkun: 
Almennt / Um ECC-Netið