Réttindi fatlaða og hreyfihamlaðra einstaklinga sem ferðast með flugi

Alþjóðadagur fatlaðra er 3. desember næstkomandi og í tengslum við daginn hefur ECC- netið ákveðið að vekja athygli á réttindum fatlaðra og hreyfihamlaðra flugfarþega.

Þrátt fyrir að Evrópulöggjöfin veiti töluverða neytendavernd þá mæta fatlaðir og hreyfihamlaðir enn hindrunum þegar þeir ferðast með flugi.

ECC-Netinu hefur á árinu 2016 borist nokkur fjöldi almennra fyrirspurna og kvartana:

  • Eldri kona frá Hollandi átti flug frá Amsterdam til Sofíu. Konan fékk aðstoð þegar hún kom á flugvöllinn þar sem hún gat ekki gengið langar vegalengdir án aðstoðar en því miður fylgdi starfsmaður flugvallarins konunni að röngu hliði sem varð til þess að konan missti af fluginu sínu.
  • Breskur flugfarþegi sem þjáist af svæðisgarnabólgu (e. Crohn’s Disease) var neitað um far af flugfélagi þar sem viðkomandi leit úr fyrir að vera drukkinn.
  • Austurrískur neytandi átti bókað flug frá Vín til Parísar. Viðkomandi einstaklingur þarf nauðsynlega á blóðskiljuvél að halda, en vélin er stærri en leyfileg stærð handfarangurs hjá viðkomandi flugfélagi, flugfélagið neitaði að bjóða ókeypis flutning á lækningatækinu.

Samkvæmt reglugerð EB nr. 1107/2006 um réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga, sem innleidd var í íslenskan rétt með reglugerð nr. 475/2008, eiga neytendur rétt á að innrita lækningatæki þeim að kostnaðarlausu. Aukinheldur eiga flugfélög, í flestum tilvikum, að bjóða ókeypis flutning á aðstoðarhundum og öðrum hjálpartækjum eins og t.d. hjólastólum.

Aðstoð sem veitt er á flugvöllum ætti að gera fatlaðri eða hreyfihamlaðri manneskju mögulegt að komast frá komustað og að flugvélinni og eins frá flugvélinni og að brottfararstað. Þjónustan ætti einnig að ná til þess þegar viðkomandi fer um borð í flugvélina og þegar viðkomandi stígur frá borði. Sem dæmi má nefna að þegar flugi er lokið skal hreyfihömluðum einstaklingi boðin aðstoð til að ná tengiflugi, annað hvort með strætó eða leigubíl, og ef nauðsyn ber til skal einnig aðstoða viðkomandi með farangur.

Hreyfihamlaðir farþegar verða að tilkynna flugfélagi eða ferðaskrifstofu um þörf þeirra á aðstoð a.m.k. 48 klst. fyrir áætlaða brottför. Ef flugvöllurinn veitir ekki umbeðna aðstoð ætti neytandinn að hafa samband við framkvæmdastjórn flugvallarins. Flugfélagið ber hins vegar ábyrgð á vandmálum í tengslum við flugið sjálft, farangur eða innritum hjálpartækja.

Reglugerðin á við um alla flugvelli og flugrekendur með skráða skrifstofu í EB, Íslandi og Noregi. ECC-Netið veitir gjaldfrjálsa aðstoð og ráðgjöf til handa flugfarþegum með fötlun eða hreyfihömlun þegar kemur að deilum sem ná yfir landamæri en það er skilyrði að viðkomandi hafi sjálfur þegar haft samband við flugrekandann án árangurs.

ECC Flokkun: 
Flugfarþegar