Neytendur og netgildrur

Evrópskir neytendur verða sífellt oftar fyrir barðinu á villandi og ágengum auglýsingum á internetinu og á samfélagsmiðlum. Neytendur verða að gæta að sér gagnvart slíkum gylliboðum svo þeir lendi ekki í því að greiða fyrir vörur eða áskrift sem þeir hafa ekki áhuga á.

ECC-Netið hefur því búið til stutt myndbrot sem hjálpar neytendum að koma auga á slíkar gildrur.

Ágeng markaðssetning, þar sem boðið er upp á endurgjaldslausa prufupakka eða önnur gylliboð, er sífellt algengari sjón á samfélagsmiðlum og á internetinu. Slíkar auglýsingar geta freistað neytenda til að taka illa ígrundaðar ákvarðanir um kaup á ýmsum varningi eða þjónustu. Jafnvel eru dæmi um að neytendum sé selt vara sem þeir hafa í raun aldrei beðið um. Ef neytandinn, hinsvegar, gerir kaup á netinu án þess að fyrir liggi skýrt samþykki getur verið um villandi markaðssetningu að ræða og neytandinn þar af leiðandi ekki bundinn af kaupunum. Það er því mikilvægt að neytendur mótmæli lendi þeir í þeirri stöðu að samnini sé með einhverjum hætti troðið upp á þá á netinu.

Mikilvægt að þekkja hætturnar

Mikilvægt er að neytendur séu vel upplýstir um hvernig koma megi auga á netgildrur og þekki réttindi sín, þannig að þeir viti hvenær þeir eiga rétt á að hafna að greiða fyrir óumbeðnar vörur eða áskriftir. Kannanir hafa sýnt að evrópskir neytendur hafa takmarkaða vitneskju um rétt sinn þegar þeir fá óumbeðnar vörur eða lenda í áskriftargildrum. Nánar tiltekið þekkja þeir ekki rétt sinn til að hætta við kaup á netinu eða möguleikanum á að hafa samband við kortafyrirtæki sín og hafna kortafærslu.

ECC-Netið hefur búið til stutt myndbrot til að vekja athygli á þessum málaflokki:

 

„Með þessu myndbroti, auk ráðlegginga okkar um það hvernig bregðast eigi við netgildrum, vonum við að neytendur verði betur á verði og viti hvernig bregðast eigi við ef þeir telja sig blekkta í að kaupa vörur“ segir Ívar Halldórsson, stjórnandi ECC á Íslandi.

5 ráð um hvernig eigi að bregðast við netgildrum

  1. Áður en þú slærð inn nafn þitt og heimilisfang, skaltu athuga hvort þú sért bundinn við kaup á vöru eða áskrift.
  2. Það verður að koma skýrt fram þegar keyptur er frír prufupakki, eða slíkur er boðinn, hvort í því felist bindandi samningur.
  3. Þú þarft ekki að borga fyrir endursendingu á vöru sem þú hefur ekki keypt.
  4. Það er seljandans að sýna fram á að þú hafir samþykkt kaupin.
  5. Ef seljandi tekur pening af korti þínu án samþykkis þíns, getur þú kvartað við bankann þinn og óskað eftir endurgreiðslu (e. chargeback).

Um ECC-Netið

ECC á Íslandi er hluti að ECC-Netinu sem er evrópskt samstarfsnet sem aðstoðar neytendur við kaup á vöru eða þjónustu yfir landamæra innan Evrópusambandsins, í Noregi eða á Íslandi. Samstarfsnetið samanstendur af ECC stöðvum í öllum löndum innan Evrópusambandsins, í Noregi og á Íslandi. ECC á Íslandi er hýst af Neytendasamtökunum.

* Könnunin var framkvæmd af Sifo Kantar í sex löndum, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Hollandi, Belgíu og Austurríki, sem eru þau lönd sem hafa fengið flestar kvartanir vegna áskriftargildra innan ECC-Netsins. Sjá könnunina hér.

ECC Flokkun: 
Kaup á netinu