Góð ráð þegar keyptir eru miðar á tónleika og aðra viðburði á netinu

Margir nota internetið meira og meira til að fjárfesta í miðum á hina ýmsu viðburði, svo sem tónleika og íþróttaviðburði. Nokkrar slíkar hátíðir eru á hverju ári í Portúgal og af þeim sökum hefur ECC í Portúgal gefið út nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla að kaupa miða á netinu á viðburði þar í landi. Þótt ráðin séu sérstaklega hnitmiðuð að Portúgal þá er hægt að heimafæra þau yfir á kaup á viðburði í öðrum löndum.

Nokkur góð ráð:

  • Kannaðu opinbera vefsíðu viðburðarins áður en þú kaupir miða.
  • Áður en þú kaupir miða af vefsíðu þá er gott ráð að skoða hvort þú finnir kvartanir frá öðrum notendum vegna hennar.
  • Skoðaðu vel dagsetningar og hverjir skilmálar afpöntunar eru.
  • Notaðu öruggar greiðsluleiðir
  • Gættu að þér ef vefsíða er að endurselja miða á viðburð sem þegar er orðinn uppseldur.
  • Hefur miðinn ekki borist þér? Athugaðu ruslamöppuna í vefpóstinum þínum

 

Hér í skjalinu að neðan er hægt að nálgast ítarlegri upplýsingar um þessi ráð, ásamt fleirum, á ensku.

 

ECC Flokkun: 
Ferðalög / Kaup á netinu