Flug með Air Berlin

Þann 15. ágúst sl. lýsti Air Berlin yfir greiðsluþroti og var fjallað um það hér á heimasíðunni. Nú hefur flugfélagið tilkynnt að það muni ekki starfrækja flug eftir 28. október nk.

Hvað ef Air Berlin hefur aflýst flugi mínu?
Ef farþegi bókaði flug fyrir 15. ágúst sl. þá verður hann að lýsa kröfu sinni í þrotabúið. Ef flugmiði var bókaður eftir 15. ágúst sl. þá hefur Air Berlin lýst því yfir að félagið muni endurgreiða flugmiðann.

Get ég sótt um staðlaðar skaðabætur ef flugi mínu er aflýst eða seinkar?
Farþegar eiga ýmis réttindi þegar þeim er neitað um flugfar, flugi er aflýst/seinkað um ákveðinn tíma. Slík réttindi eru m.a. réttur til aðstoðar, endurgreiðslu á flugmiða og til greiðslu staðlaðra skaðabóta að vissum skilyrðum uppfylltum. Nánar má lesa um réttindi flugfarþega hér á heimasíðunni.
Air Berlin hefur beðið alla farþega sína sem telja sig eiga kröfu á fyrirtækið að senda inn kvörtun á heimasíðu fyrirtækisins. Þær kröfur verða skráðar í þrotabúið þegar að því kemur. Þegar opnað hefur verið fyrir kröfur í þrotabúið þá mun skiptastjóri senda umsóknareyðublöð til þeirra farþega sem hafa skráð kvörtun sína hjá flugfélaginu. Sjá nánar hér.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um gjaldþrotaskiptin á eftirfarandi hlekkjum:

Vefsíða bráðabirgða skiptastjóra

Vefsíða gjaldþrotadómstóls í Þýskalandi

Almennar upplýsingar um gjaldþrotaskipti í Þýskalandi

Rétt er að taka fram að Air Berlin skuldar yfir 1 billjón evra og á ekki þær flugvélar sem fyrirtækið notar. Það eru því litlar líkur á að hægt sé að sækja bætur í þrotabúið.

Hægt er að senda inn kröfu á heimasíðu Air Berlin hér.

ECC Flokkun: 
Flugfarþegar