Ferðalög keypt á netinu: Er upphaflega auglýst verð það sama og lokaverð?

ECC-netið vinnur nú að samstarfsverkefni sem ber heitið „Ferðalög keypt á netinu: Er upphaflega verðið það sama og lokaverð“.

Á árinu 2015 bárust ECC-netinu margar kvartanir frá neytendum sem keyptu, eða ætluðu að kaupa flug, hótel eða bílaleigubíl á netinu, þar sem endanlegt verð var ekki það sama og auglýst var í upphafi bókunarinnar. Hefur þú verið í þeim sporum?

Við værum þakklát ef þú gætir deilt reynslu þinni með okkur og svarað örstuttri könnun sem ætti ekki að taka nema eina mínútu.

Með því að taka þátt þá hjálpar þú okkur að greina umfang verðhækkana af þessu tagi en þær eru í andstöðu við Evrópureglur sem vernda eiga neytendur. Þessi greiningarvinna er mikilvæg  til þess að hægt sé að fylgjast með virkni á mörkuðum, þróun neytendalöggjafar og stuðla að aukinni neytendavitund þegar keypt eru ferðalög á netinu innan EES.

Hlekkinn á könnunina má finna hér.

(Uppfært 25. mars 2016: Könnuninni hefur verið lokað).

 

ECC Flokkun: 
Almennt