Ertu með ofnæmi og á leið til útlanda?

Samkvæmt Evrópureglum er skylt að merkja sérstaklega ákveðna ofnæmis- og óþolsvalda í matvælum. Þetta á t.a.m. við um korn sem inniheldur glúten, hnetutegundir, fisk, sojabaunir, sinnep og egg. Um matvælamerkingar má fræðast nánar á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is.

Hins vegar er það svo að ekki er endilega skylt að hafa matvælamerkingar á íslensku, heldur mega þær vera á ensku, dönsku, norsku eða sænsku. Því er gott að hafa heiti ofnæmisvalda tiltæk á þessum tungumálum. Þá er mikilvægt að hafa heiti ofnæmisvalda á hreinu þegar ferðast er til annarra Evrópulanda.

ECC í Þýskalandi hefur tekið saman orðalista yfir hugsanlega ofnæmisvalda á 22 tungumálum. Einnig er hægt að nota töflurnar til að útbúa persónulegan lista yfir ofnæmi. Að lokum má gera ráð fyrir að listinn geti gagnast fólki til að skilja hvað er á matseðlinum!

Orðabók með þýðingum af íslensku yfir á önnur tungumál er aðgengileg í pdf-skjali hér að neðan en orðabækur með þýðingum úr öðrum evrópskum tungumálum má finna hér 

ECC Flokkun: 
Ferðalög