Dagur netöryggis 2017

 

Í dag er alþjóðlegur dagur netöryggis, en tilgangur hans er að stuðla að öruggari notkun internetsins og snjallsíma, sér í lagi á meðal ungmenna. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem vakin er athygli á margvíslegum öryggisatriðum, til að fræða ungmenni og foreldra um það hvernig þeir geta stuðlað að öruggara netumhverfi og gætt þannig betur að börnum sínum.

Til þess að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni hefur ECC-netið gefið út nokkur góð ráð varðandi örugga notkun internetsins. Um er að ræða „Boðorðin fimm til aukins öryggis á internetinu.“

  1. Ekki setja mynd af vinum þínum á samfélagsmiðla án þeirra samþykkis.
  2. Fylgstu með öryggisstillingum þínum á Facebook
  3. Hugsaðu um afleiðingarnar áður en þú hleður ólöglega niður tónlist eða kvikmyndum
  4. Áður en þú hleður niður nýju appi/smáforriti skaltu kanna skilyrði fyrir aðgangi að og notkun persónuupplýsinga þinna.
  5. Fáðu ávallt leyfi foreldra þinna áður en þú greiðir með kreditkortinu þeirra á netinu.

Hægt er að nálgast boðorðin fimm hér fyrir neðan.

ECC Flokkun: 
Kaup á netinu