Dagur netöryggis

Á hverju ári er haldinn alþjóðadagur netöryggis, en tilgangur hans er að stuðla að öruggari notkun internetsins og snjallsíma. 

Netverslun er sífellt að aukast og neytendur eru í auknum mæli farnir að kaupa sér vörur í tölvunni heima hjá sér, enda býður það upp á viss þægindi að hægt sé að versla sér varning án þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð í verslunina sjálfa. Mikið er um að neytendur kaupi af erlendum vefsíðum þar sem gjarnan er hægt að gera góð kaup.

Þrátt fyrir að netverslun geti verið þægileg leið til að kaupa vörur þá fylgir slíkum kaupum ekki alltaf jákvæð upplifun. Evrópulöggjöf veitir neytendum vissa vernd þegar keyptar eru vörur innan Evrópusambandsins, á Íslandi eða í Noregi, en þó er alltaf hætta á að neytendur lendi í gildrum svokallaðra svindlvefsíðna. Því er mikilvægt að neytendur séu vel vakandi til að forðast slíkar gildrur.

Til þess að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni þá hefur ECC-Netið gefið út nokkur ráð varðandi öryggi netverslanna og hvað ber að hafa í huga.

 

banner_safer_internet_day_is.png         

 

Ráðin má nálgast í skjalinu hér fyrir neðan.
ECC Flokkun: 
Kaup á netinu