ECC ferða„Appið“ 2.0

Í tilefni af 10 ára afmælis ECC-netsins kemur ný útgáfa af ferða appi ECC-netsins út hinn 2. júní 2015

Hvenær er hægt að nota appið?

Ferða appið er hugsað sem góður ferðafélagi innan Evrópusam-bandsins og þegar ferðast er til Íslands eða Noregs. Það hjálpar neytendum að takast á við erfiðar aðstæður á ferðalögum og til þess að ná fram rétti þeirra á því tungumáli sem talað er í viðkomandi landi. Auk þess sem appið kemur sér mjög vel í fríinu getur það einnig reynst vel í viðskiptaferðum og aðstoðað skiptinema sem dvelja í ókunnugum löndum í tengslum við nám sitt.  

Með appinu veitir ECC aðstoð á 23 tungumálum sem töluð eru innan ESB og einnig á norsku og íslensku. Þannig er aðstoðin veitt á alls 25 tungumálum. Neytendur fá upplýsingar um réttindi sín í dæmigerðum aðstæðum og einnig birtast þeim viðeigandi setningar á því tungumáli sem talað er í viðkomandi landi.     

Það getur hins vegar verið að ferða appið nái ekki yfir allar aðstæður, sér í lagi þegar aðstæður eru með einhverjum hætti sérkennilegar. Við þær aðstæður beinir ferða appið neytanda til viðeigandi ECC-stöðvar.

Hvað er nýtt?

 • Ný og endurbætt hönnun
 • Stærra letur sem sýnir viðeigandi setningar vegna viðkomandi máls
 • Bætt virkni (sérstaklega varðandi þýðingar) og betra notendaviðmót.
 • Endurbætt efni.
 • Nýr flokkur sem heitir ,,Aðstoð” og inniheldur mikilvæg heimilisföng og símanúmer viðeigandi ECC-stöðva
 

ECC Ferða appið er á 25 evrópskum tungumálum:

Búlgörsku, dönsku, ensku, eistnesku, finnsku, frönsku, grísku, hollensku, íslensku, ítölsku, króatísku, lettnesku, litháensku, maltnesku, norsku, portúgölsku, pólsku, rúmensku, slóvakísku, slóvensku, spænsku, sænsku, tékknesku, ungversku og þýsku.

Gott að vita:

 • Ferða appið virkar án þess að vera tengt við internetið. Þannig þarf notandi ekki að tengjast netinu í því landi sem hann er staddur í, heldur er nóg að hafa sett appið upp einu sinni í sínu heimalandi þar sem síminn var nettengdur. Þetta er til þess að koma í veg fyrir óþarfa gjaldtöku frá fjarskiptafyrirtækjum meðan á ferð stendur.
 • Ferða appið er ókeypis.
 •  

Hvernig nálgast ég forritið?

 • Í gegnum Apple Store (fyrir iOS)
 • Í gegnum Google Playstore (fyrir Android)
 • Í gegnum Windows Apps+GamesStore (fyrir Windows Phone)
 •  

Við hvaða spurningum get ég fundið svör með ferða appinu?

Með ferða appinu er tekið á átta flokkum hugsanlegra vandamála en auk þess er einn flokkur sem heitir „Aðstoð“. 

 1. Smásala í verslun
  • Möguleg vandamál:
   • Keypt söluvara er gölluð.
   • Ráðleggingar: Söluaðili hefur rétt á að lagfæra söluhlut eða afhenda nýja vöru. Ef það er ekki mögulegt er hægt að fara fram á endurgreiðslu að hluta eða öllu leyti.
   • Óánægja með keypta söluvöru
   • Ráðleggingar: Fá að skipta vöru eða fá hana endurgreidda (þó getur verið að enginn réttur sé til þess sé varan ógölluð).
 2. Bílaleiga
  • Möguleg vandamál tengd því þegar bifreiðin er tekin á leigu:
   • Bifreiðin er dýrari en um var samið
   • Ráðleggingar: Krefjast þess að sú fjárhæð sem um var samið við bókun gildi eða endurgreiðslu og hætta við kaup.
   • Bifreið er ekki til staðar
   • Ráðleggingar: Krefjast annars konar bifreiðar fyrir sama verð, krefjast verðlækkunar eða endurgreiðslu.
   • Bifreið verður fyrir skemmdum á meðan á notkun stendur.
   • Ráðleggingar: Krefjast skriflegrar skýrslu um skemmdirnar.
  • Möguleg vandamál tengt notkun bílsins
   • Bifreið verður fyrir skemmdum á meðan á notkun stendur.
   • Ráðleggingar: Fá að vita umfang skemmda og skýrslu frá bæði bílaleigu og lögreglu á skemmdunum í heild sinni.
  • Möguleg vandamál tengd skilum á bílnum
   • Deilt er um fullnægjandi skil á bílnum.
   • Ráðleggingar: Fá skriflega staðfestingu á skilum.
 3. Flugfarþegar
  • Möguleg vandamál:
   • Ferðatöf
   • Ráðleggingar: Það fer eftir lengd tafar (2,3,4 eða 5 klukkustundir): réttur til upplýsinga, réttur til samskipta (símtal eða aðgangur að veraldarvefnum), réttur á því að fá máltíð og hressingu, réttur til gistingar, réttur til endurgreiðslu og réttur til aðgangs að flugi með annarri flugleið (einungis í tilviki 5 klukkustunda tafar)
   • Töf á áfangastað
   • Ráðleggingar: Fá skriflega staðfestingu á töf (til þess að geta krafist endurgreiðslu eða skaðabóta)
   • Flugi aflýst
   • Ráðleggingar: Réttur til flugs með annarri leið, réttur til aðstoðar (upplýsinga, samskipta, máltíða og hressinga eða gistingar) eða réttur til endurgreiðslu á miðaverði.
   • Ráðleggingar: Réttur til annars konar samgöngumáta, réttur til endurgreiðslu, réttur til aðstoðar (upplýsinga, samskipta, máltíða og hressinga eða gistingar) og fá skriflega staðfestingu á öllum vandamálum.
   • Farangur skemmist eða týnist
   • Ráðleggingar: Krefjast skriflegrar staðfestingar (til þess að fá bætur seinna)
 4. Lestarferðir
  • Möguleg vandamál:
   • Ferðatöf eða ferð er aflýst
   • Ráðleggingar: Í tilviki tafar sem stendur í lengri tíma en 60 mínútur er til staðar réttur til ferðar um aðra leið strax eða síðar án aukakostnaðar, réttur til endurgreiðslu, réttur til máltíðar og hressingar auk mögulegs réttar til gistingar.
   • Missti af tengi-lest vegna ferðatafar eða aflýsingar
   • Ráðleggingar: Réttur til annarrar ferðar án aukakostnaðar eða réttur til þess að fara aftur á upphaflegan stað og endurgreiðslu.
   • Seinkun á komu til lokaáfangastaðar
   • Ráðleggingar: Krefjast skriflegrar staðfestingar (til þess að fá bætur seinna)
 5. Rútuferðir
  • Möguleg vandamál:
   • Ferðatöf stendur yfir í 90 – 119 mínútur:
   • Ráðleggingar: Réttur til máltíðar og hressingar auk gistingar ef þörf er á.
   • Ferðatöf stendur í yfir tvær klukkustundir
   • Ráðleggingar: Réttur til aðstoðar (máltíð, hressing og gisting), réttur til annarra leiða, réttur til endurgreiðslu og réttur til þess að komast á leiðarenda á sem einfaldastan hátt.
   • Bifreið bilar
   • Ráðleggingar: Réttur til þess að komast á leiðarenda með annarri bifreið.
   • Ferð er aflýst
   • Ráðleggingar: Réttur til aðstoðar (máltíð, hressing og gisting), réttur til annarra leiða, réttur til endurgreiðslu og réttur til þess að komast á leiðarenda á sem einfaldastan hátt.

        

 6. Skip / Ferjur
  • Möguleg vandamál:
   • Tafir á brottför
   • Ráðleggingar: Réttur til aðstoðar (máltíð, hressing og gisting), réttur til annarra leiða, réttur til endurgreiðslu og réttur til þess að komast á leiðarenda á sem einfaldastan hátt
   • Ferðatöf
   • Ráðleggingar: Það fer eftir heildartíma ferðar en ef hann er frá 4 til 24 tíma skal skrifleg staðfesting á töf fengin því þá er hægt að fá endurgreiðslu frá 25% til 50% eftir á.
   • Ferð er aflýst
   • Ráðleggingar: Réttur til aðstoðar (máltíð, hressing og gisting), réttur til annarra leiða, réttur til endurgreiðslu og réttur til þess að komast á leiðarenda á sem einfaldastan hátt.
 7. Hótel
  • Mögulega vandamál:
   • Herbergi kostar meira en um var samið
   • Ráðleggingar: Krefjast þess að fá að greiða umsamið verð. Einnig er hægt að hafna herberginu og krefjast endurgreiðslu á því sem greitt hefur verið.
   • Herbergi er ekki fullnægjandi
   • Ráðleggingar: Krefjast annars herbergis fyrir sama verð. Einnig er hægt að krefjast afsláttar eða endurgreiðslu.
   • Herbergi er ekki til taks
   • Ráðleggingar: Krefjast annars herbergis fyrir sama verð. Einnig er hægt að krefjast afsláttar eða endurgreiðslu.
 8. Heilsa
  • Hvernig á að nálgast læknisaðstoð erlendis sem tryggður aðili innan aðildarríkis og hvernig á að nota EHIC (Evrópska sjúkratryggingakortið). 

 Nýr flokkur: ,,Aðstoð“

 • Upplýsingar um nálægar ECC stöðvar og allt ECC-netið til þess að leita sér aðstoðar eða ráðlegginga.
 • Evrópsk neyðarnúmer fyrir sjúkrabíla, slökkvilið og lögreglu.
 • Upplýsingar um nálægð sendiráð vegna glataðra gagna.
 • Upplýsingar um miðlægar upplýsingar varðandi þjónustu Europe Direct. 

 

Hverjir standa að ferða appinu?

Ferða app ECC-netsins er sameiginlegt verkefni Evrópsku Neytendaaðstoðarinnar um alla Evrópu sem leitt var af ECC Þýskalandi.

Þetta forrit er hluti af 670716 — ECC-Net DE FPA sem hefur fengið styrk frá Neytendahluta Evrópusambandsins (2014-2020).

Hvað er ECC-netið?  

ECC-netið er tengslanet Evrópskra Neytendaaðstoða í öllum Evrópusambandsríkjum auk Noregs og Íslands. ECC-Netið er að hluta fjármagnað af Evrópusambandinu. Tengslanetið var stofnað árið 2005.