Vörur & þjónusta - reynslusögur

Endurgreiðsla með hjálp ECC

Finnskur neytandi pantaði vöru af íslenskri netverslun og greiddi fyrir hana. Svo fór þó að neytandanum barst aldrei varan. Í kjölfarið leitaði hann til ECC í Finnlandi sem sendi málið áfram til ECC á Íslandi. Seljandinn taldi sig tvívegis hafa sent vöruna í pósti en þar sem hún hafði þrátt fyrir það aldrei skilað sér féllst hann á að endurgreiða allan kostnað sem neytandinn hafði haft af kaupunum.


Sófaborð skemmist í flutningum

Sænskur maður keypti sófaborð í gegnum netið frá Kanada. Flutningsfyrirtæki flutti það frá Kanada til Íslands en svo sá annað fyrirtæki um að koma því áleiðis til Svíþjóðar. Þegar borðið var komið heim til neytandans sá hann að það var brotið. Hann sendi þá kvörtun í gegnum kvörtunarsíðu á netinu sem átti að koma henni áleiðis til flutningsfyrirtækisins en fékk aldrei neitt svar frá fyrirtækinu. Hann setti sig þá í samband við ECC og óskaði eftir aðstoð við að fá greiddar skaðabætur vegna tjónsins sem varð á borðinu. ECC hafði samband við flutningsfyrirtækið og kom þá í ljós að kvörtunin hafði aldrei borist og var hann því ekki búinn að kvarta innan tilskilins tímafrests. Eftir að ECC hafði verið í samskiptum við fyrirtækið féllst það þó á að bæta tjónið, þrátt fyrir að tímafresturinn hefði verið liðinn.


Tengdar fréttir

Um skilarétt, inneignarnótur og...

Mjög mismunandi er hvaða reglur gilda í Evrópu um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf en hægt er að fá upplýsingar um það með því að hafa samband við ECC-netið.  Það er sameiginlegt með öllum löndunum á ESS-svæðinu að hægt er að hætta við kaup á vöru sem keypt er í gegnum netið innan 14 virkra daga frá afhendingu vörunnar.  


Listin að kvarta

Gagnlegar leiðbeiningar frá ECC Íslandi um hvernig er best að koma á framfæri kvörtun við seljanda.

Rétt hegðun                                                             

 1.     Stattu í armlengd frá seljanda                           

 2.     Viðhaltu góðu augnsambandi                           

 3.     Talaðu skýrt og ákveðið                                     

 4.     Andaðu hægt og rólega                                    

 5.     Beittu röddinni hæfilega                                     


Er einstaklingur eða fyrirtæki skráð...

Öðru hvoru berast erindi frá fólki sem stundar einhvers konar rekstur og hefur keypt vörur til einkanota í gegnum reksturinn. Það er t.d. vinsælt að kaupa tölvur í gegnum fyrirtæki en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að sé vara keypt í gegnum rekstur er réttarstaðan ekki sú sama og ef fólk festir persónulega kaup á vörunni. Á þetta getur reynt ef varan reynist gölluð.

 Ef einstaklingur kaupir vöru gilda lög um neytendakaup