„Ábyrgð“ seljanda

Um sérstaka „ábyrgð“ seljanda, en t.a.m. getur verið um að ræða tíu ára ábyrgð á lakki bifreiða, fimmtán ára ábyrgð á dýnugormum o.s.frv., er svo fjallað í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005, en þau lög fela í sér innleiðingu á Evróputilskipun og eru því sambærileg á öllu EES svæðinu. Þar segir að seljandi megi ekki veita sérstaka ábyrgð nema hún veiti meiri rétt en kaupandi á samkvæmt lögum. Lögbundinn réttur neytanda til að fá bætt úr galla er því ekki sérstök „ábyrgð“ seljanda heldur er „ábyrgð“ loforð um að kaupandinn fái meiri rétt en hann á lagalega kröfu á.

Ef seljandi tekur svo sérstaka ábyrgð á vöru sem hann selur þarf hann að upplýsa neytanda um gildissvið ábyrgðarinnar og hvaða skilyrði eru sett fyrir því að neytandi geti fengið úrbætur á grundvelli ábyrgðarinnar. Að því marki sem slík skilyrði teljast ekki ósanngjörn getur seljandi því sett ákveðin skilyrði fyrir því að ábyrgðin gildi. Virði neytandinn svo ekki slík skilyrði getur það valdið því að „ábyrgð“ falli niður, en eftir sem áður er lögbundinn réttur neytandans til úrbóta vegna galla til staðar.

Tengdar fréttir

Um skilarétt, inneignarnótur og...

Mjög mismunandi er hvaða reglur gilda í Evrópu um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf en hægt er að fá upplýsingar um það með því að hafa samband við ECC-netið.  Það er sameiginlegt með öllum löndunum á ESS-svæðinu að hægt er að hætta við kaup á vöru sem keypt er í gegnum netið innan 14 virkra daga frá afhendingu vörunnar.  


Listin að kvarta

Gagnlegar leiðbeiningar frá ECC Íslandi um hvernig er best að koma á framfæri kvörtun við seljanda.

Rétt hegðun                                                             

 1.     Stattu í armlengd frá seljanda                           

 2.     Viðhaltu góðu augnsambandi                           

 3.     Talaðu skýrt og ákveðið                                     

 4.     Andaðu hægt og rólega                                    

 5.     Beittu röddinni hæfilega                                     


Er einstaklingur eða fyrirtæki skráð...

Öðru hvoru berast erindi frá fólki sem stundar einhvers konar rekstur og hefur keypt vörur til einkanota í gegnum reksturinn. Það er t.d. vinsælt að kaupa tölvur í gegnum fyrirtæki en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að sé vara keypt í gegnum rekstur er réttarstaðan ekki sú sama og ef fólk festir persónulega kaup á vörunni. Á þetta getur reynt ef varan reynist gölluð.

 Ef einstaklingur kaupir vöru gilda lög um neytendakaup