Það getur verið gaman að versla erlendis, úrvalið er oft meira en hér heima og verðið hagstæðara. Það er því gott að vita að þegar verslað er erlendis gilda að mestu sömu reglur og hér heima og neytendur njóta því margvíslegra réttinda. Ókosturinn er kannski helst sá að komi upp galli er heldur meira mál að kvarta við seljanda á Spáni en í Kringlunni. En þá kemur ECC-netið einmitt til skjalanna og aðstoðar neytendur við að leita réttar síns.
Um skilarétt, inneignarnótur og...
Mánudagur, 1. febrúar 2016 - 14:16
Mjög mismunandi er hvaða reglur gilda í Evrópu um skilarétt, inneignarnótur og gjafabréf en hægt er að fá upplýsingar um það með því að hafa samband við ECC-netið. Það er sameiginlegt með öllum löndunum á ESS-svæðinu að hægt er að hætta við kaup á vöru sem keypt er í gegnum netið innan 14 virkra daga frá afhendingu vörunnar.