Flugfarþegar - spurningar & svör

Já, að mestu leyti, flest þeirra íslensku laga sem fjalla um neytendavernd eru byggð á Evróputilskipunum og reglugerðum, sem gilda þá um allt Evrópska efnahagssvæðið. Hins vegar eru sumar þessara Evrópuregla svokallaðar lágmarksreglur svo aðildarríkjunum er frjálst að ganga lengra í neytendavernd en reglurnar kveða á um. Flest grundvallarréttindi, eins og reglan um tveggja ára kvörtunarfrest og úrræði neytenda vegna galla, reglur um kaup á netinu og rétt neytenda til að hætta við kaupin, auk reglna um það hvað teljist óréttmætir viðskiptahættir eru því eins í öllum löndunum. Sama má segja um reglur um réttindi flugfarþega og hámarksverð á reikisímtölum. 


Alferð er í raun bara annað nafn yfir það sem í daglegu tali er kallað pakkaferð. Alferð er fyrirfram ákveðin samsetning alla vega tveggja atriða (flutningur, gisting, önnur þjónusta sem tekur til verulegs hluta ferðarinnar (t.d. ferðir með leiðsögn, bílaleigubíll, miðar á viðburði) ef þjónustan tekur til alla vega 24 klukkustunda eða í henni felst gisting. Þannig er það alferð þegar keypt er sólarlandaferð eða borgarferð með flugi og gistingu. Það er einnig alferð ef keypt er flug og bílaleigubíll. Skiptir þá ekki máli, ef ferðin er fyrirfram samsett, þó greitt sé sérstaklega fyrir aðskilda þætti (einn reikningur fyrir gistingu og annar fyrir flug).


Ef farangurinn er ekki á flugvellinum þegar þú lendir þarf að tilkynna það strax, og fylla út sérstakt eyðublað á flugvellinum.

Ef farangurinn skilar sér svo innan þriggja vikna er aðeins um „töf“ að ræða og eftir að þú færð farangurinn í hendur hefurðu þrjár vikur til að krefja flugfélagið um bætur vegna tjóns sem leiðir af töfinni. Ef farangurinn hins vegar skilar sér en er skemmdur þarf líka að tilkynna um það strax á flugvellinum (þess vegna er mikilvægt að skoða farangur vel áður en flugvöllurinn er yfirgefinn). Í kjölfarið þarf svo að senda bótakröfu til flugfélagsins en frestur til að gera það er aðeins sjö dagar.

Ef farangur skilar sér ekki innan þriggja vikna er litið svo á að hann sé „týndur“ og sama gildir tilkynni flugfélagið þér að farangurinn finnist ekki. Í slíkum tilvikum þarf að tilkynna að farangurinn hafi ekki skilað sér strax á flugvellinum og í kjölfarið þarf að senda flugfélaginu skriflega kröfu um bætur vegna tjónsins. Í öllum tilvikum er þak á bótum vegna tjónsins, að upphæð 1.000 SDR (u.þ.b. 1.060 evrur). Þetta er hámarksupphæðin en ekki tala sem flugfélögin greiða sjálfkrafa, heldur þarf neytandinn að sanna tjónið. Nokkuð misjafnt er milli flugfélaga hvernig bætur eru reiknaðar, hvort byggt er á raunverulegu tjóni eða reiknireglum sem flugfélögin hafa sjálf sett sér.

Til öryggis er bent á að best er að geyma allar kvittanir vegna hluta sem þarf að kaupa ef farangur skilar sér ekki. Þrátt fyrir tjónið verða bæturnar ekki hærri en þessu þaki nemur, telji neytandi sig því vera með sérlega verðmætan farangur þarf að tilkynna flugfélaginu um það sérstaklega.


Tengdar fréttir

Slóvenska flugfélagið Adria gjaldþrota

Í byrjun mánaðarins sótti flugfélagið Adria um gjaldþrotaskipti. Þeir flugfarþegar sem gjaldþrotið hafði áhrif á geta nú sent inn kröfur í þrotabúið

Hvað þarf ég að senda?
Nauðsynlegt er að senda skriflega kröfu í þrotabúið og hún þarf að vera á Slóvensku. Ekki dugar að senda kröfuna í tölvupósti, heldur þarf hún að berast í bréfpósti.

Hvert sendi ég kröfuna?
Þú þarft að senda kröfuna í bréfpósti á eftirfarandi heimilisfang:


Flug með Air Berlin

Þann 15. ágúst sl. lýsti Air Berlin yfir greiðsluþroti og var fjallað um það hér á heimasíðunni. Nú hefur flugfélagið tilkynnt að það muni ekki starfrækja flug eftir 28. október nk.

Hvað ef Air Berlin hefur aflýst flugi mínu?
Ef farþegi bókaði flug fyrir 15. ágúst sl. þá verður hann að lýsa kröfu sinni í þrotabúið. Ef flugmiði var bókaður eftir 15. ágúst sl. þá hefur Air Berlin lýst því yfir að félagið muni endurgreiða flugmiðann.


Air Berlin lýsir yfir greiðsluþroti

Samkvæmt ECC í Þýskalandi lýsti þýska flugfélagið Air Berlin þann 15. ágúst 2017 yfir greiðsluþroti. Enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Hvað þýðingu hefur greiðsluþrotið fyrir þá farþega sem nú þegar eiga bókuð flug með Air Berlin?
Flugfélagið hefur fengið fjármagn frá þýskum yfirvöldum til að halda starfsemi áfram næstu þrjá mánuði. Þetta þýðir að enn sem komið er ættu þeir farþegar sem þegar hafa bókað flug með flugfélaginu ekki að hafa áhyggjur af því að flugi þeirra verði aflýst vegna greiðsluerfiðleikanna.