Óviðráðanlegar aðstæður

Það er helst þegar um er að ræða mögulegan rétt farþega til skaðabóta að skoða þarf hvort seinkun eða aflýsing hafi verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Séu

Farþegar eiga alltaf rétt á aðstoð, þ.e. máltíðum og gistingu ef þarf, auk endurgreiðslu eða nýs flugs, óháð því hvort um óviðráðanleg atvik er að ræða. Hins vegar stofnast réttur til staðlaðra skaðabóta (250 til 600 evrur eftir lengd flugs) ekki ef flugrekandi: „getur fært sönnur á að flugi hafi verið aflýst af völdum óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki hefði verið hægt að afstýra jafnvel þótt gerðar hefðu verið allar nauðsynlegar ráðstafanir.“

Um þetta atriði geta auðveldlega skapast deilur, en það er flugrekandinn sem þarf að sýna fram á að atvik hafi verið óviðráðanleg. Þannig er t.a.m. ljóst að flugrekendur geta ekki ráðið við veðurskilyrði eða náttúruhamfarir á borð við eldgos og annað slíkt. Hins vegar er hæpið að venjubundið eftirlit eða viðhald flugvélar sem reikna mátti með geti leyst flugrekanda undan skaðabótaskyldu komi til þess að flugi seinki vegna þess. Þegar kemur að verkföllum er staðan svo örlítið óljós en talið hefur verið að verkföll eigin stafsmanna flugrekanda leysi hann ekki undan bótaskyldu en séu hins vegar t.a.m. starfsmenn flugvallarins í verkfalli teljist slíkt óviðráðanlegt.

Rétt er að taka fram að í ákvörðunum Samgöngustofu hefur nokkuð oft verið tekið á ágreiningi af þessu tagi, þ.e. hvort atvik hafi verið óviðráðanleg, og virðist nokkuð mikið þurfa að koma til. Hins vegar er mjög erfitt að gefa skýrar línur um þetta atriði og þarf því ákveðið mat að fara fram á því hvort flugrekandi hefði getað afstýrt ástandinu í hverju tilviki. 

Tengdar fréttir

Slóvenska flugfélagið Adria gjaldþrota

Í byrjun mánaðarins sótti flugfélagið Adria um gjaldþrotaskipti. Þeir flugfarþegar sem gjaldþrotið hafði áhrif á geta nú sent inn kröfur í þrotabúið

Hvað þarf ég að senda?
Nauðsynlegt er að senda skriflega kröfu í þrotabúið og hún þarf að vera á Slóvensku. Ekki dugar að senda kröfuna í tölvupósti, heldur þarf hún að berast í bréfpósti.

Hvert sendi ég kröfuna?
Þú þarft að senda kröfuna í bréfpósti á eftirfarandi heimilisfang:


Flug með Air Berlin

Þann 15. ágúst sl. lýsti Air Berlin yfir greiðsluþroti og var fjallað um það hér á heimasíðunni. Nú hefur flugfélagið tilkynnt að það muni ekki starfrækja flug eftir 28. október nk.

Hvað ef Air Berlin hefur aflýst flugi mínu?
Ef farþegi bókaði flug fyrir 15. ágúst sl. þá verður hann að lýsa kröfu sinni í þrotabúið. Ef flugmiði var bókaður eftir 15. ágúst sl. þá hefur Air Berlin lýst því yfir að félagið muni endurgreiða flugmiðann.


Air Berlin lýsir yfir greiðsluþroti

Samkvæmt ECC í Þýskalandi lýsti þýska flugfélagið Air Berlin þann 15. ágúst 2017 yfir greiðsluþroti. Enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Hvað þýðingu hefur greiðsluþrotið fyrir þá farþega sem nú þegar eiga bókuð flug með Air Berlin?
Flugfélagið hefur fengið fjármagn frá þýskum yfirvöldum til að halda starfsemi áfram næstu þrjá mánuði. Þetta þýðir að enn sem komið er ættu þeir farþegar sem þegar hafa bókað flug með flugfélaginu ekki að hafa áhyggjur af því að flugi þeirra verði aflýst vegna greiðsluerfiðleikanna.