Flugfarþegar

Yfirleitt, og sem betur fer þar sem við búum á eyju, er ekkert mál að ferðast með flugvél. Flestar flugvélar fara á réttum tíma, lenda á réttum tíma og ekkert kemur upp á í millitíðinni. Í þeim tilvikum sem eitthvað kemur upp á, eins og að flugi sé aflýst eða seinkað, eða yfirbókað í vélar er þó gott að vita að flugfarþegar njóta ákveðinna réttinda. Um er að ræða rétt farþega samkvæmt Evrópureglum sem gilda því jafnt hvort sem flogið er héðan, frá London eða Kanarí.

Burtséð frá ástæðunni fyrir seinkun eða aflýsingu (jafnvel þó aflýst sé vegna óviðráðanlegra aðstæðna), eiga flugfarþegar rétt á:

 Upplýsingum frá flugfélaginu um rétt sinn

 Aðstoð sem við á, t.d. drykkir, máltíðir, símtöl, ferðir til og frá flugvelli og hótelgisting ef seinkun er yfir nótt

Vali um endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef endurgreiðsla er valin fellur niður réttir til matar og gistingar og sé um seinkun að ræða á réttur til endurgreiðslu aðeins við ef seinkun varir lengur en fimm klukkustundir

 Ef seinkun er minni en tveir tímar í flugi sem er 1.500 km. eða styttra, minni en þrír tímar í flugi sem er 1.500-3.500 km., eða minni en fjórir tímar í annars konar flugi stofnast þó enginn réttur samkvæmt reglugerðinni.

Tengdar fréttir

Réttindi fatlaða og hreyfihamlaðra...

Alþjóðadagur fatlaðra er 3. desember næstkomandi og í tengslum við daginn hefur ECC- netið ákveðið að vekja athygli á réttindum fatlaðra og hreyfihamlaðra flugfarþega.

Þrátt fyrir að Evrópulöggjöfin veiti töluverða neytendavernd þá mæta fatlaðir og hreyfihamlaðir enn hindrunum þegar þeir ferðast með flugi.

ECC-Netinu hefur á árinu 2016 borist nokkur fjöldi almennra fyrirspurna og kvartana:


Neytendur á ferð og flugi – skaðabætur...

Komi til tafa eða aflýsingar á flugi eiga farþegar margvíslegan rétt. Þessi réttur byggir á Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega og er því sambærilegur í öllum ríkjum EES og einnig þó flogið sé frá öðrum löndum til EES-svæðisins, ef flugrekandinn er frá EES-svæðinu. Þannig eiga flugfarþegar t.a.m. rétt á ýmiss konar aðstoð vari seinkun í ákveðinn tíma eða flugi er aflýst, t.d. hressingu, gistingu ef þörf er á og ferðum til og frá flugvelli. Einnig eiga flugfarþegar, samkvæmt ákveðnum reglum, rétt á endurgreiðslu flugs eða breytingu á flugleið til að komast til ákvörðunarstaðar. 


Nýr bæklingur fyrir evrópska ferðalanga

Kominn er út handhægur bæklingur þar sem fræðast má um ECC-netið, rétt flugfarþega, bókun á netinu, bílaleigu, pakkaferðir og ýmislegt fleira sem viðkemur rétti ferðlanga. Auk þess hefur bæklingurinn að geyma fjölmargar reynslusögur frá evrópskum neytendum. Bæklingurinn nýtist svo einnig sem stílabók.