Vegabréf & sjúkratryggingar

Þegar farið er til útlanda er mikilvægt að huga að því að vera með gilt vegabréf.  E Annars geta ferðalangar átt á hættu að vera neitað um far. Jafnvel þó ferðast sé innan Schengen (Þýskaland, Frakkland, Spánn o.s.frv.) þarf að hafa gild ferðaskilríki (vegabréf eru hér tekin gild en ekki önnur íslensk skilríki). Sé lítið eftir af gildistíma vegabréfsins er gott að kanna sérstaklega hvort viðkomandi land er með einhver sérstök landgönguskilyrði, þegar kemur t.a.m. að gildistíma vegabréfa. Sé ætlunin að ferðast utan Evrópusambandsins er algengt að gildistími vegabréfs þurfi að vera a.m.k. sex mánuðir umfram þann tíma sem ætlunin er að dvelja í landinu. Þá er einnig mikilvægt að kynna sér hvort vegabréfsáritunar sé þörf, en því miður kemur það stundum fyrir að ferðamönnum sé snúið aftur heim vanti þá slíka áritun. Ítarlegar upplýsingar um vegabréf má finna á heimasíðu Þjóðskrár Íslands.

Einnig getur komið sér vel að vera með Evrópska sjúkratryggingakortið veikist ferðamenn eða lendi í slysi innan EES-svæðisins. Hægt er að sækja um slíkt kort hjá Sjúkratryggingum Íslands. 

Tengdar fréttir

Air Berlin lýsir yfir greiðsluþroti

Samkvæmt ECC í Þýskalandi lýsti þýska flugfélagið Air Berlin þann 15. ágúst 2017 yfir greiðsluþroti. Enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Hvað þýðingu hefur greiðsluþrotið fyrir þá farþega sem nú þegar eiga bókuð flug með Air Berlin?
Flugfélagið hefur fengið fjármagn frá þýskum yfirvöldum til að halda starfsemi áfram næstu þrjá mánuði. Þetta þýðir að enn sem komið er ættu þeir farþegar sem þegar hafa bókað flug með flugfélaginu ekki að hafa áhyggjur af því að flugi þeirra verði aflýst vegna greiðsluerfiðleikanna.


Skoðun þín á heilbrigðisþjónustu í...

Hefur þú nýtt þér heilbrigðisþjónustu í öðru landi innan Evrópu, hvort sem það var óvænt á ferðalagi þínu eða vegna fyrirhugaðrar meðferðar? Hvernig var reynsla þín?

ECC-Netið vinnur nú að því með ANEC (Evrópsk hagsmunasamtök um aðild neytenda að staðlagerð) að safna upplýsingum frá evrópskum neytendum af reynslu þeirra af heilbrigðisþjónustu í öðrum Evrópulöndum. ANEC mun nota upplýsingarnar í vinnu sinni í staðlagerð í þágu neytenda til að gera heilbrigðisþjónustu á milli landamæra innan EES auðveldari.


Góð ráð þegar keyptir eru miðar á...

Margir nota internetið meira og meira til að fjárfesta í miðum á hina ýmsu viðburði, svo sem tónleika og íþróttaviðburði. Nokkrar slíkar hátíðir eru á hverju ári í Portúgal og af þeim sökum hefur ECC í Portúgal gefið út nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla að kaupa miða á netinu á viðburði þar í landi. Þótt ráðin séu sérstaklega hnitmiðuð að Portúgal þá er hægt að heimafæra þau yfir á kaup á viðburði í öðrum löndum.

Nokkur góð ráð: