Ferðalög - spurningar & svör

Já, að mestu leyti, flest þeirra íslensku laga sem fjalla um neytendavernd eru byggð á Evróputilskipunum og reglugerðum, sem gilda þá um allt Evrópska efnahagssvæðið. Hins vegar eru sumar þessara Evrópuregla svokallaðar lágmarksreglur svo aðildarríkjunum er frjálst að ganga lengra í neytendavernd en reglurnar kveða á um. Flest grundvallarréttindi, eins og reglan um tveggja ára kvörtunarfrest og úrræði neytenda vegna galla, reglur um kaup á netinu og rétt neytenda til að hætta við kaupin, auk reglna um það hvað teljist óréttmætir viðskiptahættir eru því eins í öllum löndunum. Sama má segja um reglur um réttindi flugfarþega og hámarksverð á reikisímtölum. 


Vertu viss um að lesa smáa letrið og tryggingarskilmála vel. Skoðaðu bílinn vel þegar þú tekur við honum og gakktu úr skugga um að allar skemmdir séu merktar inn á þar til gert eyðublað. Láttu svo starfsmann bílaleigunnar yfirfara bílinn við skil hans og kvitta fyrir ástandi hans. Ef bílnum er skilað utan opnunartíma og enginn starfsmaður er tiltækur taktu þá tímasettar myndir af bílnum sem sýna staðsetningu hans og kílómetrastöðu.


Alferð er í raun bara annað nafn yfir það sem í daglegu tali er kallað pakkaferð. Alferð er fyrirfram ákveðin samsetning alla vega tveggja atriða (flutningur, gisting, önnur þjónusta sem tekur til verulegs hluta ferðarinnar (t.d. ferðir með leiðsögn, bílaleigubíll, miðar á viðburði) ef þjónustan tekur til alla vega 24 klukkustunda eða í henni felst gisting. Þannig er það alferð þegar keypt er sólarlandaferð eða borgarferð með flugi og gistingu. Það er einnig alferð ef keypt er flug og bílaleigubíll. Skiptir þá ekki máli, ef ferðin er fyrirfram samsett, þó greitt sé sérstaklega fyrir aðskilda þætti (einn reikningur fyrir gistingu og annar fyrir flug).


Rétturinn til að falla frá samningi, þ.e. hætta við kaup á netinu, á ekki við þegar um er að ræða hluti eins og hótelgistingu, flugmiða, eða miða á viðburði eins og tónleika eða leikhús. Í slíkum tilvikum er því afar mikilvægt að kynna sér afbókunarskilmála seljanda vel. Hótel hafa mjög mismunandi reglur um afbókanir, í sumum tilvikum er ókeypis að afbóka allt að einum degi fyrir áætlaðan komutíma, í öðrum tilvikum þarf að borga fyrir eina nótt og í enn öðrum fyrir allan gistitímann. Þá þekkist það líka að mismunandi reglur gildi eftir því hvort um sérstök afsláttartilboð er að ræða eða ekki. Þetta þarf að skoða vel, og sé tvísýnt að maður komist í umrædda ferð, getur verið hagkvæmara að panta herbergi án afbókunargjalds, jafnvel þó það sé eitthvað dýrara.


Ef farangurinn er ekki á flugvellinum þegar þú lendir þarf að tilkynna það strax, og fylla út sérstakt eyðublað á flugvellinum.

Ef farangurinn skilar sér svo innan þriggja vikna er aðeins um „töf“ að ræða og eftir að þú færð farangurinn í hendur hefurðu þrjár vikur til að krefja flugfélagið um bætur vegna tjóns sem leiðir af töfinni. Ef farangurinn hins vegar skilar sér en er skemmdur þarf líka að tilkynna um það strax á flugvellinum (þess vegna er mikilvægt að skoða farangur vel áður en flugvöllurinn er yfirgefinn). Í kjölfarið þarf svo að senda bótakröfu til flugfélagsins en frestur til að gera það er aðeins sjö dagar.

Ef farangur skilar sér ekki innan þriggja vikna er litið svo á að hann sé „týndur“ og sama gildir tilkynni flugfélagið þér að farangurinn finnist ekki. Í slíkum tilvikum þarf að tilkynna að farangurinn hafi ekki skilað sér strax á flugvellinum og í kjölfarið þarf að senda flugfélaginu skriflega kröfu um bætur vegna tjónsins. Í öllum tilvikum er þak á bótum vegna tjónsins, að upphæð 1.000 SDR (u.þ.b. 1.060 evrur). Þetta er hámarksupphæðin en ekki tala sem flugfélögin greiða sjálfkrafa, heldur þarf neytandinn að sanna tjónið. Nokkuð misjafnt er milli flugfélaga hvernig bætur eru reiknaðar, hvort byggt er á raunverulegu tjóni eða reiknireglum sem flugfélögin hafa sjálf sett sér.

Til öryggis er bent á að best er að geyma allar kvittanir vegna hluta sem þarf að kaupa ef farangur skilar sér ekki. Þrátt fyrir tjónið verða bæturnar ekki hærri en þessu þaki nemur, telji neytandi sig því vera með sérlega verðmætan farangur þarf að tilkynna flugfélaginu um það sérstaklega.


Ef ferðast er utan Evrópu, þarf almennt að hafa gilt vegabréf í 6 mánuði umfram ferðatíma.  Annars geta ferðalangar átt á hættu að vera neitað um far. Gott er að kynna sér fyrir brottför hvort landið sem ferðast á til hefur sett einhver sérstök skilyrði fyrir landgöngu.

Ef ferðast er til Bandaríkjanna þarf gilt vegabréf að gilda í 6 mánuði umfram ferðatíma. Einnig þarf þá að sækja um rafræna ferðaheimild “ESTA”.

Það er á ábyrgð farþegans að sækja um umrædda ferðaheimild og þarf að sækja um hana minnst 72 tímum fyrir brottför. Heimildina þarf að prenta út og hafa með sér í flug. Heimildin gildir í 2 ár þannig að ef ferðast er aftur til Bandaríkjanna innan 2ja ára þarf ekki að sækja um aðra heimild.


Ferðalangar á leið til Evrópulanda ættu að verða sér út um evrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er notað ef korthafi veikist eða slasast í öðru landi á EES-svæðinu, og staðfestir rétt til heilbrigðisþjónustu. Hægt er að sækja um kortið rafrænt á vef Sjúkratrygginga Íslands. 


Tengdar fréttir

Air Berlin lýsir yfir greiðsluþroti

Samkvæmt ECC í Þýskalandi lýsti þýska flugfélagið Air Berlin þann 15. ágúst 2017 yfir greiðsluþroti. Enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Hvað þýðingu hefur greiðsluþrotið fyrir þá farþega sem nú þegar eiga bókuð flug með Air Berlin?
Flugfélagið hefur fengið fjármagn frá þýskum yfirvöldum til að halda starfsemi áfram næstu þrjá mánuði. Þetta þýðir að enn sem komið er ættu þeir farþegar sem þegar hafa bókað flug með flugfélaginu ekki að hafa áhyggjur af því að flugi þeirra verði aflýst vegna greiðsluerfiðleikanna.


Skoðun þín á heilbrigðisþjónustu í...

Hefur þú nýtt þér heilbrigðisþjónustu í öðru landi innan Evrópu, hvort sem það var óvænt á ferðalagi þínu eða vegna fyrirhugaðrar meðferðar? Hvernig var reynsla þín?

ECC-Netið vinnur nú að því með ANEC (Evrópsk hagsmunasamtök um aðild neytenda að staðlagerð) að safna upplýsingum frá evrópskum neytendum af reynslu þeirra af heilbrigðisþjónustu í öðrum Evrópulöndum. ANEC mun nota upplýsingarnar í vinnu sinni í staðlagerð í þágu neytenda til að gera heilbrigðisþjónustu á milli landamæra innan EES auðveldari.


Góð ráð þegar keyptir eru miðar á...

Margir nota internetið meira og meira til að fjárfesta í miðum á hina ýmsu viðburði, svo sem tónleika og íþróttaviðburði. Nokkrar slíkar hátíðir eru á hverju ári í Portúgal og af þeim sökum hefur ECC í Portúgal gefið út nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla að kaupa miða á netinu á viðburði þar í landi. Þótt ráðin séu sérstaklega hnitmiðuð að Portúgal þá er hægt að heimafæra þau yfir á kaup á viðburði í öðrum löndum.

Nokkur góð ráð: