Símnotkun erlendis

Áður var það svo að þegar farið var með farsímann til útlanda gat símakostnaður verið stór hluti ferðakostnaðarins. Vissulega er mjög þægilegt að geta tekið símann með sér í viðskiptaferðina eða fríið og hann tengist sjálfkrafa símfyrirtæki í landinu sem farið er til. Hvað varðar kostnaðinn er það nú svo að ákveðnar reglur gilda um verðþak á reikisímtölum, þ.e. sé tekið við símtali erlendis eða hringt milli landa úr íslenskum síma. Má því gera ráð fyrir að kostnaður vegna símtala meðan dvalið er erlendis hafi lækkað töluvert. Ítarlegar upplýsingar um reiki og þær reglur sem gilda er að finna á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar.  Gott er að kynna sér vel hvað símtöl kosta milli landa, en einnig er gott að hafa í huga að það er mun ódýrara að taka við símtali í útlöndum heldur en að hringja sjálfur, og því ágætt að biðja vini og ættingja um að hringja fremur en að hringja sjálfur. Þá er mikilvægt að gæta þess að símtæki og tölvur með netpungi séu ekki stilltar á sjálfvirkt niðurhal gagna, en slíkt getur verið mjög kostnaðarsamt. Einnig er góð hugmynd að aftengja talhólf áður en farið er til útlanda en það getur verið dýrt að taka við skilaboðum meðan dvalið er erlendis og kemur sá kostnaður fólki oft á óvart. Þá er mikilvægt að hafa í huga að umrædd verðþök gilda eingöngu um símtöl innan EES-svæðisins, en ekki um símtöl frá öðrum löndum.

Tengdar fréttir

Air Berlin lýsir yfir greiðsluþroti

Samkvæmt ECC í Þýskalandi lýsti þýska flugfélagið Air Berlin þann 15. ágúst 2017 yfir greiðsluþroti. Enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Hvað þýðingu hefur greiðsluþrotið fyrir þá farþega sem nú þegar eiga bókuð flug með Air Berlin?
Flugfélagið hefur fengið fjármagn frá þýskum yfirvöldum til að halda starfsemi áfram næstu þrjá mánuði. Þetta þýðir að enn sem komið er ættu þeir farþegar sem þegar hafa bókað flug með flugfélaginu ekki að hafa áhyggjur af því að flugi þeirra verði aflýst vegna greiðsluerfiðleikanna.


Skoðun þín á heilbrigðisþjónustu í...

Hefur þú nýtt þér heilbrigðisþjónustu í öðru landi innan Evrópu, hvort sem það var óvænt á ferðalagi þínu eða vegna fyrirhugaðrar meðferðar? Hvernig var reynsla þín?

ECC-Netið vinnur nú að því með ANEC (Evrópsk hagsmunasamtök um aðild neytenda að staðlagerð) að safna upplýsingum frá evrópskum neytendum af reynslu þeirra af heilbrigðisþjónustu í öðrum Evrópulöndum. ANEC mun nota upplýsingarnar í vinnu sinni í staðlagerð í þágu neytenda til að gera heilbrigðisþjónustu á milli landamæra innan EES auðveldari.


Góð ráð þegar keyptir eru miðar á...

Margir nota internetið meira og meira til að fjárfesta í miðum á hina ýmsu viðburði, svo sem tónleika og íþróttaviðburði. Nokkrar slíkar hátíðir eru á hverju ári í Portúgal og af þeim sökum hefur ECC í Portúgal gefið út nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla að kaupa miða á netinu á viðburði þar í landi. Þótt ráðin séu sérstaklega hnitmiðuð að Portúgal þá er hægt að heimafæra þau yfir á kaup á viðburði í öðrum löndum.

Nokkur góð ráð: