Gisting

Sé keypt alferð af ferðaskrifstofu og hótelgisting er hluti af pakkanum er rétt að kvarta við ferðasalann auk hótelsins sjálfs ef hótelið uppfyllir ekki væntingar eða þjónustu þess er ábótavant. Ef hins vegar neytendur panta sjálfir hótel er gott að hafa í huga að leita sér upplýsinga og sjá hvað aðrir sem gist hafa á hótelinu segja um það áður en kaup á gistingu fara fram. Afar mikilvægt er að lesa vel skilmála viðkomandi hótels, en t.a.m. er mjög mismunandi hvað hótel innheimta í afbókunargjald, í mörgum tilvikum er hægt að afbóka án kostnaðar þar til nokkrum dögum fyrir áætlaðan dvalartíma, en í öðrum tilvikum þarf að greiða hluta kostnaðar eða jafnvel heildarkostnað gistingarinnar mæti gestir ekki á staðinn. Þetta gjald ætti að koma fram í upplýsingum um hótelið strax við bókun og sé eitthvað tvísýnt um að fólk komist í ferðina er væntanlega öruggara að panta herbergi án afbókunargjalds, jafnvel þó það geti verið eitthvað dýrara. Einnig er gott að hafa í huga að reglur um stjörnugjafir hótela geta verið mismunandi, þ.e. þriggja stjörnu hótel er ekki sjálfkrafa með sömu þægindi og aðstöðu hvar sem er í Evrópu, heldur getur það verið afar mismunandi milli landa hvaða skilyrði hótel þarf að uppfylla til að fá t.d. þrjár stjörnur. Fyrir nokkru gaf ECC-netið út skýrslu (á ensku) um það hvernig flokkun hótela er háttað í hverju landi fyrir sig og getur verið gagnlegt að skoða þá skýrslu áður en ákvörðun er tekin um það hve margar stjörnur hótelið þarf að vera.  Sumarið 2010 gaf netið svo út skýrslu þar sem fram kemur hvaða lágmarkskröfur hótel í Evrópu þurfa að uppfylla til að teljast þriggja stjörnu og í henni er því að finna upplýsingar um það hvers má vænta þegar pantað er þriggja stjörnu hótel.

Tengdar fréttir

Air Berlin lýsir yfir greiðsluþroti

Samkvæmt ECC í Þýskalandi lýsti þýska flugfélagið Air Berlin þann 15. ágúst 2017 yfir greiðsluþroti. Enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Hvað þýðingu hefur greiðsluþrotið fyrir þá farþega sem nú þegar eiga bókuð flug með Air Berlin?
Flugfélagið hefur fengið fjármagn frá þýskum yfirvöldum til að halda starfsemi áfram næstu þrjá mánuði. Þetta þýðir að enn sem komið er ættu þeir farþegar sem þegar hafa bókað flug með flugfélaginu ekki að hafa áhyggjur af því að flugi þeirra verði aflýst vegna greiðsluerfiðleikanna.


Skoðun þín á heilbrigðisþjónustu í...

Hefur þú nýtt þér heilbrigðisþjónustu í öðru landi innan Evrópu, hvort sem það var óvænt á ferðalagi þínu eða vegna fyrirhugaðrar meðferðar? Hvernig var reynsla þín?

ECC-Netið vinnur nú að því með ANEC (Evrópsk hagsmunasamtök um aðild neytenda að staðlagerð) að safna upplýsingum frá evrópskum neytendum af reynslu þeirra af heilbrigðisþjónustu í öðrum Evrópulöndum. ANEC mun nota upplýsingarnar í vinnu sinni í staðlagerð í þágu neytenda til að gera heilbrigðisþjónustu á milli landamæra innan EES auðveldari.


Góð ráð þegar keyptir eru miðar á...

Margir nota internetið meira og meira til að fjárfesta í miðum á hina ýmsu viðburði, svo sem tónleika og íþróttaviðburði. Nokkrar slíkar hátíðir eru á hverju ári í Portúgal og af þeim sökum hefur ECC í Portúgal gefið út nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla að kaupa miða á netinu á viðburði þar í landi. Þótt ráðin séu sérstaklega hnitmiðuð að Portúgal þá er hægt að heimafæra þau yfir á kaup á viðburði í öðrum löndum.

Nokkur góð ráð: