Ferðalög

Flest erindi sem berast ECC á Íslandi varða ferðalög með einum eða öðrum hætti. Þó yfirleitt gangi hlutirnir snurðulaust fyrir sig eru samt ýmis vafamál og vandræði sem geta komið upp t.a.m. í tengslum við hótelbókanir, flugferðir, kaup á alferðum eða símnotkun erlendis. Því er gott að kynna sér málin áður en lagt er í ferðina og ná sér í Ferða „app“ ECC-netsins sem er ókeypis snjallsímaforrit sem veitir svör við ýmsum spurningum sem upp koma meðan á ferð stendur. Komi svo eitthvað upp í fríinu er sjálfsagt að hafa samband við ECC-netið og fá aðstoð við að leysa úr málum.

Rétt er að hafa í huga að ECC-netið annast bara kvartanir vegna viðskipta við seljendur í öðrum Evrópuríkjum. Sé uppi ágreiningur vegna viðskipta neytenda sem búsettir eru á Íslandi við íslenska ferðaþjónustuaðila er því réttara að hafa samband við Neytendasamtökin.

Tengdar fréttir

Ertu með ofnæmi og á leið til útlanda?

Samkvæmt Evrópureglum er skylt að merkja sérstaklega ákveðna ofnæmis- og óþolsvalda í matvælum. Þetta á t.a.m. við um korn sem inniheldur glúten, hnetutegundir, fisk, sojabaunir, sinnep og egg. Um matvælamerkingar má fræðast nánar á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is.


Nýr bæklingur fyrir evrópska ferðalanga

Kominn er út handhægur bæklingur þar sem fræðast má um ECC-netið, rétt flugfarþega, bókun á netinu, bílaleigu, pakkaferðir og ýmislegt fleira sem viðkemur rétti ferðlanga. Auk þess hefur bæklingurinn að geyma fjölmargar reynslusögur frá evrópskum neytendum. Bæklingurinn nýtist svo einnig sem stílabók.


Yfirlit yfir starfsemi...

 

Úrskurðarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Neytendasamtakanna, sem hýst er hjá Neytendasamtökunum, úrskurðar í deilumálum neytenda og fyrirtækja sem eru aðilar að SAF. Það geta m.a. verið ferðaskrifstofur, flugfélög, bílaleigur og hótel/veitingahús. Það kostar neytendur 3.500 kr. að leggja mál fyrir nefndina og alla jafna liggja úrskurðir hennar fyrir u.þ.b. mánuði frá því öll gögn hafa borist skrifstofunni, og eru þeir birtir á heimasíðu Neytendasamtakanna jafnóðum.