Ferðalög

Flest erindi sem berast ECC á Íslandi varða ferðalög með einum eða öðrum hætti. Þó yfirleitt gangi hlutirnir snurðulaust fyrir sig eru samt ýmis vafamál og vandræði sem geta komið upp t.a.m. í tengslum við hótelbókanir, flugferðir, kaup á alferðum eða símnotkun erlendis. Því er gott að kynna sér málin áður en lagt er í ferðina og ná sér í Ferða „app“ ECC-netsins sem er ókeypis snjallsímaforrit sem veitir svör við ýmsum spurningum sem upp koma meðan á ferð stendur. Komi svo eitthvað upp í fríinu er sjálfsagt að hafa samband við ECC-netið og fá aðstoð við að leysa úr málum.

Rétt er að hafa í huga að ECC-netið annast bara kvartanir vegna viðskipta við seljendur í öðrum Evrópuríkjum. Sé uppi ágreiningur vegna viðskipta neytenda sem búsettir eru á Íslandi við íslenska ferðaþjónustuaðila er því réttara að hafa samband við Neytendasamtökin.

Tengdar fréttir

Góð ráð þegar keyptir eru miðar á...

Margir nota internetið meira og meira til að fjárfesta í miðum á hina ýmsu viðburði, svo sem tónleika og íþróttaviðburði. Nokkrar slíkar hátíðir eru á hverju ári í Portúgal og af þeim sökum hefur ECC í Portúgal gefið út nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla að kaupa miða á netinu á viðburði þar í landi. Þótt ráðin séu sérstaklega hnitmiðuð að Portúgal þá er hægt að heimafæra þau yfir á kaup á viðburði í öðrum löndum.

Nokkur góð ráð:


Reikigjöldin heyra sögunni til innan EES

Farsímanotkun milli landa Evrópu var lengi vel mjög dýr. Svo dýr reyndar að Evrópusambandið ákvað að grípa til sinna ráða því ljóst var að markaðurinn réð ekki við verkefnið. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu inniheimta þegar neytendur nota farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þak hefur farið stiglækkandi frá árinu 2007.


Ertu með ofnæmi og á leið til útlanda?

Samkvæmt Evrópureglum er skylt að merkja sérstaklega ákveðna ofnæmis- og óþolsvalda í matvælum. Þetta á t.a.m. við um korn sem inniheldur glúten, hnetutegundir, fisk, sojabaunir, sinnep og egg. Um matvælamerkingar má fræðast nánar á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is.