Eftirlit - spurningar & svör

ECC-netið er samstarfsnet 30 skrifstofa sem eru starfræktar i öllum löndum Evrópusambandsins auk Íslands og Noregs. ECC-netið leiðbeinir og aðstoðar neytendur sem lenda í vandræðum vegna kaupa á vöru eða þjónustu frá seljanda í öðru Evrópulandi.


Nei, því miður ECC aðstoðar neytendur bara vegna millilandaviðskipta, ef um innlendan seljanda og innlendan neytanda er að ræða er hins vegar hægt að sækja aðstoð til Neytendasamtakanna.


Best er að vera búin/n að kvarta við seljanda áður en leitað er eftir milligöngu ECC-netsins. Hugsanlega getur verið um einföld mistök að ræða eða galla sem seljandi er reiðubúinn að bæta úr fari neytandi fram á það. Til að hafa eitthvað í höndunum er svo best að kvarta skriflega við seljandann.


Já, að mestu leyti, flest þeirra íslensku laga sem fjalla um neytendavernd eru byggð á Evróputilskipunum og reglugerðum, sem gilda þá um allt Evrópska efnahagssvæðið. Hins vegar eru sumar þessara Evrópuregla svokallaðar lágmarksreglur svo aðildarríkjunum er frjálst að ganga lengra í neytendavernd en reglurnar kveða á um. Flest grundvallarréttindi, eins og reglan um tveggja ára kvörtunarfrest og úrræði neytenda vegna galla, reglur um kaup á netinu og rétt neytenda til að hætta við kaupin, auk reglna um það hvað teljist óréttmætir viðskiptahættir eru því eins í öllum löndunum. Sama má segja um reglur um réttindi flugfarþega og hámarksverð á reikisímtölum. 


Algengt er að fólk fái tilkynningar um að það hafi unnið himinháar upphæðir í happdrættum, fengið arf frá fjarskyldum ættingja, eða er beðið um að aðstoða afríska prinsa við að koma milljörðum úr landi. Í öllum tilvikum er um svikamyllur að ræða. Þegar fólk svarar þessum póstum er svarið iðulega það að það þurfi að senda bara örlitla upphæð vegna skatta, bankakostnaðar, til að múta embættismönnum o.s.frv. Síðar er beðið um meiri pening og meiri, en aldrei skilar stóri vinningurinn sér. Gott er að hafa í huga að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það yfirleitt raunin! Ef þú borgar ekki fyrir happdrættismiðann færðu heldur engan vinning. Og af hverju ætti einhver að velja einmitt þig til að aðstoða við flutning milljarða frá Nígeríu? Mikilvægt er að gæta þess að svara aldrei póstum af þessu tagi enda getur þá verið erfitt að losna við svikahrappana.


Ef þú hefur greitt fyrir vöru með kreditkorti en færð vöruna ekki afhenta getur þú borið fram skriflega athugasemd til þíns kortafyrirtækis eða banka, en það skal gert innan 90 daga frá því að búast mátti við afhendingu. Kortafyrirtækið leitar þá eftir sönnun frá söluaðila um hvort varan hafi verið send, en póstferilsskrá á að vera til yfir alla böggla sem sendir eru. Ef söluaðili getur ekki sannað að sendingin hafi átt sér stað er færslan bakfærð.


Ef ekki gengur að ná fram réttlátri niðurstöðu með því að kvarta við seljanda, og milliganga ECC ber ekki árangur er hægt að leita til úrskurðarnefnda sem þá gefa álit sitt á málinu. Það er ódýrt (í sumum tilvikum ókeypis) og einfalt að leita til slíkra nefnda og mikilvægt fyrir neytendur að fá úrlausn af þessu tagi enda borgar sig sjaldnast í venjulegum neytendaviðskiptum að leita til dómstóla. 


Tengdar fréttir

Euro Business Guide

Á hverju ári fær ECC Ísland nokkur erindi frá fyrirtækjum sem hafa skráð sig í Euro Business Guide eða European City Guide. Þar sem yfirleitt er um fyrirtæki en ekki einstaklinga að ræða getur ECC-netið ekki tekið þessi mál til meðferðar að öðru leyti en því að veittar eru almennar ráðleggingar.


Svik á netinu

ECC Ísland fær mikið af fyrirspurnum frá fólki sem fær tilkynningar í tölvupósti um að það hafi unnið hitt eða þetta í happdrætti. Oft er um verulegar fjárhæðir - eins og milljón pund eða milljón evrur - að ræða. Fólk skyldi þó hafa varann á því alla jafna er um svindl að ræða. Tilkynningar um vinninga berast í tölvupósti og til að vitja vinningsins þarf að senda ýmsar persónuupplýsingar. En það er ekki nóg - oftar en ekki þarf að senda peninga út til að fá vinninginn greiddan - þessar peningagreiðslur eru sagðar vera vegna bankakostnaðar, trygginga, skatta eða annars slíks.


Listin að kvarta

Gagnlegar leiðbeiningar frá ECC Íslandi um hvernig er best að koma á framfæri kvörtun við seljanda.

Rétt hegðun                                                             

 1.     Stattu í armlengd frá seljanda                           

 2.     Viðhaltu góðu augnsambandi                           

 3.     Talaðu skýrt og ákveðið                                     

 4.     Andaðu hægt og rólega                                    

 5.     Beittu röddinni hæfilega