Opinbert eftirlit

Það er afar misjafnt hvaða stofnanir fara með eftirlit með því að fyrirtæki farið að lögum. Þannig hefur Neytendastofa eftirlit með t.a.m. lögum um alferðir en Samgöngustofa fer með eftirlit með reglum um réttindi flugfarþega. Aðrar eftirlitsstofnanir eru t.a.m. Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlitið, Mannvirkjastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun. Það er svo afar sjaldgæft að stofnanir úrskurði um einkaréttarlegar kröfur og rétt einstakra neytenda, þannig getur ákvörðun verið þess efnis að fyrirtæki hafi brotið gegn lögum og eigi jafnvel að borga sekt til ríkisins en ekkert er kveðið á um rétt þeirra neytenda sem urðu fyrir tjóni vegna háttseminnar. Undantekning frá þessu eru þó ákvarðanir Samgöngustofu, en stofnunin segir til um hvort flugrekendur eigi t.d. að greiða staðlaðar bætur vegna seinkunar eða veita aðstoð samkvæmt reglum um réttindi flugfarþega.


Fjármálaeftirlitið

http://www.fme.is


Um neytendavernd hjá Fjármálaeftirlitinu

http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/neytendavernd/


Neytendastofa

http://www.neytendastofa.is/


Ákvarðanir Neytendastofu

http://www.neytendastofa.is/akvardanir/


Póst- og fjarskiptastofnun

http://www.pfs.is


Upplýsingar fyrir neytendur á póst- og fjarskiptamarkaði

http://www.pfs.is/neytendur/


Samgöngustofa

http://www.samgongustofa.is/


Ákvarðanir Samgöngustofu í farþegamálum

http://www.samgongustofa.is/flug/farthegar/domar-og-urskurdir/


Samkeppniseftirlitið

http://www.samkeppni.is/


Ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins

http://www.samkeppni.is/urlausnir/akvardanir/


 

Tengdar fréttir

Euro Business Guide

Á hverju ári fær ECC Ísland nokkur erindi frá fyrirtækjum sem hafa skráð sig í Euro Business Guide eða European City Guide. Þar sem yfirleitt er um fyrirtæki en ekki einstaklinga að ræða getur ECC-netið ekki tekið þessi mál til meðferðar að öðru leyti en því að veittar eru almennar ráðleggingar.


Svik á netinu

ECC Ísland fær mikið af fyrirspurnum frá fólki sem fær tilkynningar í tölvupósti um að það hafi unnið hitt eða þetta í happdrætti. Oft er um verulegar fjárhæðir - eins og milljón pund eða milljón evrur - að ræða. Fólk skyldi þó hafa varann á því alla jafna er um svindl að ræða. Tilkynningar um vinninga berast í tölvupósti og til að vitja vinningsins þarf að senda ýmsar persónuupplýsingar. En það er ekki nóg - oftar en ekki þarf að senda peninga út til að fá vinninginn greiddan - þessar peningagreiðslur eru sagðar vera vegna bankakostnaðar, trygginga, skatta eða annars slíks.


Listin að kvarta

Gagnlegar leiðbeiningar frá ECC Íslandi um hvernig er best að koma á framfæri kvörtun við seljanda.

Rétt hegðun                                                             

 1.     Stattu í armlengd frá seljanda                           

 2.     Viðhaltu góðu augnsambandi                           

 3.     Talaðu skýrt og ákveðið                                     

 4.     Andaðu hægt og rólega                                    

 5.     Beittu röddinni hæfilega