Milliganga NS & ECC

Ef neytendur telja svo að seljendur hafi ekki farið að þeim reglum sem gilda eða ef vara eða þjónusta reynist gölluð þarf að kvarta við seljanda. Best er að kvarta skriflega svo neytandinn hafi eitthvað í höndunum um að kvörtun hafi verið send. Einnig er gott að punkta niður allt sem máli skiptir varðandi viðskiptin, hvenær þó fóru fram, hvenær galli kom fram, hvenær kvartað var við seljanda o.s.frv. Það er gott að hafa allar þessar upplýsingar tiltækar þurfi að fara lengra með málið.

Beri kvörtunin svo ekki árangur er rétt að hafa samband  við ECC-netið. Starfsfólk þess veitir þá frekari ráðleggingar og hefur milligöngu í málinu eigi krafa neytenda rétt á sér. Milligangan fer þannig fram að neytandi leitar til ECC-stöðvarinnar í sínu heimalandi sem þá sendir málið áfram til ECC-stöðvarinnar í heimalandi seljandans. Þar er svo unnið frekar í málinu og reynt að leita sátta.

Ef sættir takast ekki, þrátt fyrir milligöngu netsins, er svo yfirleitt hægt að leggja ágreininginn fyrir kæru- eða úrskurðarnefnd (ADR-body) í heimalandi seljandans.

Sé ekki um að ræða viðskipti yfir landamæri heldur það að íslenskur neytandi kaupir vöru eða þjónustu af íslenskum seljanda, er ekki hægt að sækja aðstoð til ECC-netsins. Hins vegar geta neytendur í slíkri aðstöðu fengið aðstoð og ráðleggingar hjá Neytendasamtökunum, sjá www.ns.is.  

Tengdar fréttir

Euro Business Guide

Á hverju ári fær ECC Ísland nokkur erindi frá fyrirtækjum sem hafa skráð sig í Euro Business Guide eða European City Guide. Þar sem yfirleitt er um fyrirtæki en ekki einstaklinga að ræða getur ECC-netið ekki tekið þessi mál til meðferðar að öðru leyti en því að veittar eru almennar ráðleggingar.


Svik á netinu

ECC Ísland fær mikið af fyrirspurnum frá fólki sem fær tilkynningar í tölvupósti um að það hafi unnið hitt eða þetta í happdrætti. Oft er um verulegar fjárhæðir - eins og milljón pund eða milljón evrur - að ræða. Fólk skyldi þó hafa varann á því alla jafna er um svindl að ræða. Tilkynningar um vinninga berast í tölvupósti og til að vitja vinningsins þarf að senda ýmsar persónuupplýsingar. En það er ekki nóg - oftar en ekki þarf að senda peninga út til að fá vinninginn greiddan - þessar peningagreiðslur eru sagðar vera vegna bankakostnaðar, trygginga, skatta eða annars slíks.


Listin að kvarta

Gagnlegar leiðbeiningar frá ECC Íslandi um hvernig er best að koma á framfæri kvörtun við seljanda.

Rétt hegðun                                                             

 1.     Stattu í armlengd frá seljanda                           

 2.     Viðhaltu góðu augnsambandi                           

 3.     Talaðu skýrt og ákveðið                                     

 4.     Andaðu hægt og rólega                                    

 5.     Beittu röddinni hæfilega