Lagasafn neytenda

Undanfarna áratugi hafa orðið miklar umbætur í lagaumhverfi neytenda. Mikið af þessari nýju löggjöf stafar frá Evrópusambandinu, og er tekin upp á Íslandi vegna EES-samningsins.

Meðal þeirra laga og reglna sem helst reynir á þegar neytendur eiga viðskipti við erlenda seljendur eru (ath. að hér er um að ræða íslensku lögin en öll þessi lög eru, að öllu leyti eða hluta, byggð á Evrópureglum og því sambærileg milli landa):


• Lög um alferðir nr. 80/1994

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994080.html


• Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2005057.html


• Lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000046.html


• Lög um neytendakaup nr. 48/2003

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003048.html


• Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936 (samningalög)

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1936007.html


• Lög um skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl. nr.120/2013 (time-share)

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2013120.html


• Lög um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins nr. 76/2011

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2011076.html


Einnig er töluvert af reglum og reglugerðum sem gott getur verið fyrir neytendur að þekkja:

Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega http://www.samgongustofa.is/media/flugfarthegar/1048_2012med261_2004.pdf og umfjöllun um rétt flugfarþega á heimasíðu Samgöngustofu http://www.samgongustofa.is/flug/farthegar/

Reglur um verðmerkingar og einingarverð við sölu á vörum http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=d5727022-c4e5-4b93-aee9-363ad72236e5

Reglur um verðupplýsingar við sölu á þjónustu http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=b2e2e26d-0b82-4a52-b3f5-a8793bea9fa6

Reglur um útsölur eða aðrar sölur þar sem selt er á lækkuðu verði http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=ed8d1e57-2b75-4017-902e-81a504545506

Hér á síðunni er að finna ítarlegar upplýsingar um ýmis lög og reglur og fjölmarga bæklinga og skýrslur frá ECC Íslandi og ECC-netinu í heild, m.a. ítarlegar skýrslur um réttindi flugafarþega og verslun á internetinu.

Tengdar fréttir

Euro Business Guide

Á hverju ári fær ECC Ísland nokkur erindi frá fyrirtækjum sem hafa skráð sig í Euro Business Guide eða European City Guide. Þar sem yfirleitt er um fyrirtæki en ekki einstaklinga að ræða getur ECC-netið ekki tekið þessi mál til meðferðar að öðru leyti en því að veittar eru almennar ráðleggingar.


Svik á netinu

ECC Ísland fær mikið af fyrirspurnum frá fólki sem fær tilkynningar í tölvupósti um að það hafi unnið hitt eða þetta í happdrætti. Oft er um verulegar fjárhæðir - eins og milljón pund eða milljón evrur - að ræða. Fólk skyldi þó hafa varann á því alla jafna er um svindl að ræða. Tilkynningar um vinninga berast í tölvupósti og til að vitja vinningsins þarf að senda ýmsar persónuupplýsingar. En það er ekki nóg - oftar en ekki þarf að senda peninga út til að fá vinninginn greiddan - þessar peningagreiðslur eru sagðar vera vegna bankakostnaðar, trygginga, skatta eða annars slíks.


Listin að kvarta

Gagnlegar leiðbeiningar frá ECC Íslandi um hvernig er best að koma á framfæri kvörtun við seljanda.

Rétt hegðun                                                             

 1.     Stattu í armlengd frá seljanda                           

 2.     Viðhaltu góðu augnsambandi                           

 3.     Talaðu skýrt og ákveðið                                     

 4.     Andaðu hægt og rólega                                    

 5.     Beittu röddinni hæfilega