Ekki eru í gildi nein sérstök lög sem kveða á um réttindi neytenda þegar kemur að viðskiptum við bílaleigur. ECC-netinu berast mörg ágreiningsmál þar sem reynd er milliganga við bílaleigu fyrir hönd ósátts neytanda. Ef samningar nást ekki með þeim hætti getur verið hægt að leita til Úrskurðarnefndar í ferðamálum.
Ef neytendur lenda í vandræðum vegna bílaleigu í öðru Evrópulandi og hafa sjálfir reynt að komast að samkomulagi við bílaleiguna án árangurs geta þeir leitað til ECC-netsins.