Bílaleiga

Margir kjósa að leigja sér bíl þegar dvalið er erlendis enda býður það upp á mikið frelsi að geta keyrt þangað sem maður vill á eigin vegum. Yfirleitt eru slíkir bílar pantaðir fyrirfram á netinu, og gildir þá sama reglan og venjulega, þ.e. að mikilvægt er að kynna sér viðkomandi bílaleigu. Þá eru einnig ýmis atriði sem hafa þarf í huga þegar bíll er tekinn á leigu, en því miður kemur stundum fyrir að neytendur fái óvænta reikninga vegna skemmda á bílnum eftir að heim er komið. Nokkuð er um að bílar verði fyrir tjóni sem ekki bætist úr tryggingum, svo sem vegna öskufoks eða sandstorms, og er því afar mikilvægt að lesa smáa letrið í samningunum vel og kanna hvort í boði séu einhvers konar viðbótartryggingar og hvort borgi sig að kaupa þær. Þá þarf einnig að hafa í huga að umferðarreglur, eins og t.a.m. reglur um hámarkshraða, geta verið mismunandi milli landa.

Tengdar fréttir

Nýr bæklingur fyrir evrópska ferðalanga

Kominn er út handhægur bæklingur þar sem fræðast má um ECC-netið, rétt flugfarþega, bókun á netinu, bílaleigu, pakkaferðir og ýmislegt fleira sem viðkemur rétti ferðlanga. Auk þess hefur bæklingurinn að geyma fjölmargar reynslusögur frá evrópskum neytendum. Bæklingurinn nýtist svo einnig sem stílabók.


Yfirlit yfir starfsemi...

 

Úrskurðarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Neytendasamtakanna, sem hýst er hjá Neytendasamtökunum, úrskurðar í deilumálum neytenda og fyrirtækja sem eru aðilar að SAF. Það geta m.a. verið ferðaskrifstofur, flugfélög, bílaleigur og hótel/veitingahús. Það kostar neytendur 3.500 kr. að leggja mál fyrir nefndina og alla jafna liggja úrskurðir hennar fyrir u.þ.b. mánuði frá því öll gögn hafa borist skrifstofunni, og eru þeir birtir á heimasíðu Neytendasamtakanna jafnóðum.


Deilihagkerfið

Deilihagkerfið er elsta hagkerfi í heimi, enda peningar í raun tiltölulega nýleg uppfinning. Deilihagkerfið er viðskiptakerfi sem byggir á skiptum eða samnýtingu verðmæta, og yfirleitt er um „jafningjaviðskipti“ (peer-to-peer) að ræða, en ekki það að „salan“ fari fram í atvinnuskyni. Eftir að peningar komust í almenna umferð ruddi séreignarstefnan sér sífellt harðar fram með þeim afleiðingum að ofneysla, sér í lagi á Vesturlöndum, hefur haft skelfileg áhrif á takmarkaðar auðlindir jarðarinnar.