Alþjóðadagur neytendaréttar
Þann 15. mars á hverju ári er haldinn alþjóðadagur neytendaréttar (e. World Consumer Rights Day), en í ár er m.a. barist fyrir auknu trausti neytenda á hinum stafræna heimi.
Þann 15. mars á hverju ári er haldinn alþjóðadagur neytendaréttar (e. World Consumer Rights Day), en í ár er m.a. barist fyrir auknu trausti neytenda á hinum stafræna heimi.
Á hverju ári er haldinn alþjóðadagur netöryggis, en tilgangur hans er að stuðla að öruggari notkun internetsins og snjallsíma.
Netverslun er sífellt að aukast og neytendur eru í auknum mæli farnir að kaupa sér vörur í tölvunni heima hjá sér, enda býður það upp á viss þægindi að hægt sé að versla sér varning án þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð í verslunina sjálfa. Mikið er um að neytendur kaupi af erlendum vefsíðum þar sem gjarnan er hægt að gera góð kaup.
Evrópskir neytendur verða sífellt oftar fyrir barðinu á villandi og ágengum auglýsingum á internetinu og á samfélagsmiðlum. Neytendur verða að gæta að sér gagnvart slíkum gylliboðum svo þeir lendi ekki í því að greiða fyrir vörur eða áskrift sem þeir hafa ekki áhuga á.
ECC-Netið hefur því búið til stutt myndbrot sem hjálpar neytendum að koma auga á slíkar gildrur.
Margir nota internetið meira og meira til að fjárfesta í miðum á hina ýmsu viðburði, svo sem tónleika og íþróttaviðburði. Nokkrar slíkar hátíðir eru á hverju ári í Portúgal og af þeim sökum hefur ECC í Portúgal gefið út nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla að kaupa miða á netinu á viðburði þar í landi. Þótt ráðin séu sérstaklega hnitmiðuð að Portúgal þá er hægt að heimafæra þau yfir á kaup á viðburði í öðrum löndum.
Nokkur góð ráð:
Alþjóðadagur neytenda er haldinn 15. mars ár hvert. Af því tilefni hefur ECC-Netið gefið út vefbækling með góðum ráðum fyrir neytendur til að forðast kaup á fölsuðum vörum á netinu. Falsaður varningur er í boði í mörgum vöruflokkum svo sem á lyfjum, snyrtivörum, barnaleikföngum, skóm og í bílavarahlutum. Nokkuð auðvelt er að nálgast slíkar vörur á netinu og í mörgum tilvikum eru þær á mjög hagstæðu verði. ECC-Netið mælir ekki með að neytendur kaupi falsaðan varning, en falsaðar vörur geta ógnað heilsu og öryggi notenda þeirra.
Í dag er alþjóðlegur dagur netöryggis, en tilgangur hans er að stuðla að öruggari notkun internetsins og snjallsíma, sér í lagi á meðal ungmenna. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem vakin er athygli á margvíslegum öryggisatriðum, til að fræða ungmenni og foreldra um það hvernig þeir geta stuðlað að öruggara netumhverfi og gætt þannig betur að börnum sínum.
Til þess að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni hefur ECC-netið gefið út nokkur góð ráð varðandi örugga notkun internetsins. Um er að ræða „Boðorðin fimm til aukins öryggis á internetinu.“
Hvernig mundum við bregðast við svona þjónustu í verslun? En á netinu? BEUC, Evrópusamtök neytenda, hefur gert myndband sem skoðar mismunun neytenda eftir þjóðerni á nýstárlegan hátt.
Franskur ferðamaður hafði samband við ECC í Frakklandi vegna íslenskrar bílaleigu. Ferðamaðurinn bókaði bílaleigubíl á netinu í maímánuði og greiddi þá um 300.000 krónur fyrir leiguna. Þegar ferðamaðurinn mætti á bílaleiguna í lok júlímánaðar og ætlaði að nálgast bílinn var fyrirtækið lokað og enginn starfsmaður á staðnum, en jafnframt var búið að loka símanúmeri fyrirtækisins. Ferðamaðurinn óskaði eftir aðstoð ECC-netsins við að fá endurgreitt. ECC á Íslandi reyndi að ná sambandi við fyrirtækið en ekki var svarað í síma og öll bréf sem sem bílaleigunni voru send voru endursend.