Almennt

Skoðun þín á heilbrigðisþjónustu í Evrópu

Föstudagur, 4. ágúst 2017 - 9:30
Íslenska

Hefur þú nýtt þér heilbrigðisþjónustu í öðru landi innan Evrópu, hvort sem það var óvænt á ferðalagi þínu eða vegna fyrirhugaðrar meðferðar? Hvernig var reynsla þín?

ECC-Netið vinnur nú að því með ANEC (Evrópsk hagsmunasamtök um aðild neytenda að staðlagerð) að safna upplýsingum frá evrópskum neytendum af reynslu þeirra af heilbrigðisþjónustu í öðrum Evrópulöndum. ANEC mun nota upplýsingarnar í vinnu sinni í staðlagerð í þágu neytenda til að gera heilbrigðisþjónustu á milli landamæra innan EES auðveldari.

ECC Flokkun: 

Opnunartími skrifstofu um páskana 2017

Miðvikudagur, 12. apríl 2017 - 9:30
Íslenska

Skrifstofa ECC verður lokuð á eftirfarandi dögum um páskana 2017:

Miðvikudagurinn 12. apríl - Lokað eftir hádegi
Fimmtudagurinn 13. apríl – Skírdagur - LOKAÐ
Föstudagurinn 14. apríl – Föstudagurinn langi - LOKAÐ
Mánudagurinn 17. apríl – Annar í páskum- LOKAÐ

Að öðru leyti gildir hefðbundinn opnunartími.

Við minnum á netfangið okkar eccisland@eccisland.is þar sem hægt er að senda inn erindi og fyrirspurnir sem við munum svara við fyrsta tækifæri.

ECC Flokkun: 

Hvað getur Evrópska neytendaaðstoðin gert fyrir þig

Þriðjudagur, 9. ágúst 2016 - 14:30
Íslenska

Hún veitir hjálp og gefur ráð vegna vandamála í viðskiptum yfir landamæri á milli ESB-ríkja, Íslands og Noregs.

Hlutverk okkar felst í því að veita upplýsingar, ráð og aðstoð vegna vandamála í viðskiptum yfir landamæri á milli ESB-ríkja, Íslands og Noregs. Þjónusta okkar er ókeypis.

 

Við getum:

•Ráðlagt þér um réttindi viðskiptavina vegna viðskipta og ferðalaga samkvæmt Evrópureglum og lögum viðkomandi ríkis

•Gefið hagnýt ráð til þess að spara þér fé og komast hjá vandamálum

ECC Flokkun: 

Saga okkar

Þriðjudagur, 9. ágúst 2016 - 13:30
Íslenska

Starf í áratug að bættri neytendavernd yfir landamæri

Evrópska neytendaaðstoðin (EEC-Net) varð til við samruna EEJ-Net (Extrajudicial Settlement of Consumer Disputes) og Euroguichet (European Consumer Infocentres) samstarfsnetanna. Það er dæmi um samvinnu á þjóðréttarstigi og ESB-réttarstigi vegna þess að Evrópska neytendaaðstoðin er starfrækt af opinberum aðilum og samtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni í aðildarríkjum ESB, Íslandi og Noregi, auk þess sem Evrópusambandið tekur þátt í fjármögnun hennar.

ECC Flokkun: 

Gildi okkar

Þriðjudagur, 9. ágúst 2016 - 13:15
Íslenska

Að vinna á fagmannlegan hátt að því að ná sáttum, jafnframt því að tryggja gagnsæi, hlutleysi og trúnað við bæði neytendur og seljendur

Áhersla á viðskiptavininn

Við gerum okkar besta til þess að tryggja að viðskiptavinir fái viðeigandi upplýsingar, ráð eða aðstoð. Við leggjum aðaláhersluna á þá í starfsemi okkar og leggjum okkur bæði fram um það að sjá fyrir þarfir þeirra og að gefa sem nákvæmastar upplýsingar eða þjónustu.

Fagmennska

ECC Flokkun: 

Stefna okkar

Mánudagur, 8. ágúst 2016 - 11:45
Íslenska

Að auka traust í viðskiptum yfir landamæri ESB-ríkja

Stefna Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (European Consumer Centres -  ECC-Net) er sú að veita neytendum innan ESB auk Íslands og Noregs ókeypis aðstoð og ráðleggingar, lendi þeir í vandræðum með viðskipti yfir landamæri.

Það er lykilatriði að stuðla að því að neytendur skilji betur og framfylgi réttindum sínum sem evrópskir borgarar og geti sem best nýtt sér innri markaðinn í Evrópu.

ECC Flokkun: 

7 góð ráð vegna EM í fótbolta 2016

Mánudagur, 6. júní 2016 - 14:30
Íslenska

ECC netið hefur nú gefið út gagnleg ráð fyrir þá sem eru að fara til Frakklands á EM í fótbolta 2016. Hægt er að skoða skjalið á íslensku hér og á ensku hér  (athugið að tímasetningar á leikjum í enska skjalinu eru á staðartíma í Frakklandi). Einnig má nálgast skjölin undir „útgefið efni“ hér á eccisland.is síðunni

ECC Flokkun: 

Ný skýrsla frá ECC-netinu um kaup á bifreiðum á milli landa

Þriðjudagur, 15. mars 2016 - 16:00
Íslenska

ECC-netið hefur nú gefið út skýrslu til að aðstoða neytendur sem hyggjast kaupa bifreiðar af löndum innan Evrópusambandsins, eða í Noregi, og flytja til síns heimalands. Þar er að finna svör við ýmsum spurningum, svo sem hvaða gögn þurfa að vera til staðar við kaupin, í hvaða löndum þarf að greiða virðisaukaskatt og margt fleira.

Hér er hægt að lesa skýrsluna (á ensku).

ECC Flokkun: 

Ferðalög keypt á netinu: Er upphaflega auglýst verð það sama og lokaverð?

Mánudagur, 7. mars 2016 - 9:45
Íslenska

ECC-netið vinnur nú að samstarfsverkefni sem ber heitið „Ferðalög keypt á netinu: Er upphaflega verðið það sama og lokaverð“.

Á árinu 2015 bárust ECC-netinu margar kvartanir frá neytendum sem keyptu, eða ætluðu að kaupa flug, hótel eða bílaleigubíl á netinu, þar sem endanlegt verð var ekki það sama og auglýst var í upphafi bókunarinnar. Hefur þú verið í þeim sporum?

ECC Flokkun: