Bílaleiga

Nýr bæklingur fyrir evrópska ferðalanga

Þriðjudagur, 28. júní 2016 - 11:15
Íslenska

Kominn er út handhægur bæklingur þar sem fræðast má um ECC-netið, rétt flugfarþega, bókun á netinu, bílaleigu, pakkaferðir og ýmislegt fleira sem viðkemur rétti ferðlanga. Auk þess hefur bæklingurinn að geyma fjölmargar reynslusögur frá evrópskum neytendum. Bæklingurinn nýtist svo einnig sem stílabók.

Bensín í stað dísel

01/04/2016 - 10:45
Íslenska

Nokkrir austurrískir ferðamenn leigðu bíl af íslenskri bílaleigu en lentu í því óhappi að setja bensín á bifreiðina, en hún gekk fyrir dísel eldsneyti. Vegna þessa skemmdist bifreiðin og bílaleigan rukkaði ferðamennina um 4.000 evrur, en lofaði að endurgreiða þeim ef raunverulegur viðgerðarkostnaður væri lægri. Ferðamennirnir fengu þó aldrei lokaviðgerðarreikninginn og leituðu því til ECC eftir aðstoð við að fá reikninginn og fá endurgreitt ef raunverulegur viðgerðarkostnaður væri lægri.

ECC Categories: 

Endurgreiðsla berst ekki

01/04/2016 - 10:30
Íslenska

Austurrískur ferðamaður leigði bílaleigubíl á Íslandi í gegnum vefsíðu og borgaði fyrirfram. Hann neyddist til að afbóka leiguna áður en hann kom til landsins, en  samkvæmt skilmálum síðunnar var heimilt að afbóka og fá endurgreitt. Ferðamaðurinn fór fram á að bílaleigan stæði við skilmálanna og endurgreiddi honum það sem hann hafði greitt fyrirfram. Endurgreiðslan barst aldrei, en bílaleigan hélt því fram að búið væri að endurgreiða.

ECC Categories: 

Hurð fýkur upp

01/04/2016 - 10:30
Íslenska

Pólskur ferðamaður leigði bílaleigubíl á ferðalagi sínu á Íslandi. Hann taldi svo að skil bílsins hefðu farið fram án nokkurra athugasemda frá bílaleigunni. Næsta dag hafði bílaleigan samband við ferðamanninn og tjáði honum að skemmdir hefðu fundist á bifreiðinni, en svo virtist sem hurð bifreiðarinnar hefði fokið upp. Þar sem ferðamaðurinn þurfti að ná flugi gat hann ekki verið viðstaddur tjónamatið og greiddi fyrirfram um 400.000 kr., en bílaleigan lofaði að endurgreiða honum ef raunverulegur viðgerðarkostnaður væri lægri.

ECC Categories: 

Gjaldþrot bílaleigu

01/04/2016 - 10:30
Íslenska

Franskur ferðamaður hafði samband við ECC í Frakklandi vegna íslenskrar bílaleigu. Ferðamaðurinn bókaði bílaleigubíl á netinu í maímánuði og greiddi þá um 300.000 krónur fyrir leiguna. Þegar ferðamaðurinn mætti á bílaleiguna í lok júlímánaðar og ætlaði að nálgast bílinn var fyrirtækið lokað og enginn starfsmaður á staðnum, en jafnframt var búið að loka símanúmeri fyrirtækisins. Ferðamaðurinn óskaði eftir aðstoð ECC-netsins við að fá endurgreitt. ECC á Íslandi reyndi  að ná sambandi við fyrirtækið en ekki var svarað í síma og öll bréf sem sem bílaleigunni voru send voru endursend.

ECC Categories: 

Franskan ferðamann vantar gögn

01/04/2016 - 10:30
Íslenska

Franskur ferðamaður lenti í tjóni á bílaleigubíl hér á landi. Engin ágreiningur var um að hann hefði valdið tjóninu, en bílaleigan rukkaði hann um 290.000 kr. og ætlaði svo að endurgreiða honum mismuninn á þeirri upphæð og raunverulegum viðgerðarkostnaði og senda honum viðgerðarreikninginn. Nokkru síðar endurgreiddi bílaleigan ferðamanninum um 72.000 kr. án þess að láta ferðamanninn fá afrit af viðgerðarreikningnum og leitaði hann því til ECC-netsins.

ECC Categories: 

Bílaleigubíll afpantaður

01/04/2016 - 10:15
Íslenska

Franskur ferðamaður pantaði bílaleigubíl í gegnum bókunarsíðu leigumiðlunar á netinu og hugðist nota hann á ferðalagi sínu um Ísland. Hann þurfti að greiða hluta leigunnar strax til bókunarsíðunnar en samkvæmt skilmálum var heimilt að afpanta leigu þar til sólarhring áður en leigutími skyldi hefjast og fá leiguna endurgreidda að fullu. Svo fór að ferðamaðurinn þurfti að afpanta leiguna áður en sá frestur sem afbókunarskilmálinn kvað á um rann út og fór hann fram á að endurgreiðslu. Þar sem tilraunir ferðamannsins til að fá endurgreitt báru ekki árangur leitaði hann til ECC-netsins.

ECC Categories: 

Yfirlit yfir starfsemi ferðanefndarinnar árin 2010 – 2014

Miðvikudagur, 17. febrúar 2016 - 15:00
Íslenska

 

Úrskurðarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Neytendasamtakanna, sem hýst er hjá Neytendasamtökunum, úrskurðar í deilumálum neytenda og fyrirtækja sem eru aðilar að SAF. Það geta m.a. verið ferðaskrifstofur, flugfélög, bílaleigur og hótel/veitingahús. Það kostar neytendur 3.500 kr. að leggja mál fyrir nefndina og alla jafna liggja úrskurðir hennar fyrir u.þ.b. mánuði frá því öll gögn hafa borist skrifstofunni, og eru þeir birtir á heimasíðu Neytendasamtakanna jafnóðum.

Deilihagkerfið

Mánudagur, 1. febrúar 2016 - 13:45
Íslenska

Deilihagkerfið er elsta hagkerfi í heimi, enda peningar í raun tiltölulega nýleg uppfinning. Deilihagkerfið er viðskiptakerfi sem byggir á skiptum eða samnýtingu verðmæta, og yfirleitt er um „jafningjaviðskipti“ (peer-to-peer) að ræða, en ekki það að „salan“ fari fram í atvinnuskyni. Eftir að peningar komust í almenna umferð ruddi séreignarstefnan sér sífellt harðar fram með þeim afleiðingum að ofneysla, sér í lagi á Vesturlöndum, hefur haft skelfileg áhrif á takmarkaðar auðlindir jarðarinnar.

Bílaleiguraunir

Þriðjudagur, 15. desember 2015 - 17:15
Íslenska

Sennilega hafa aldrei verið fleiri ferðamenn á Íslandi en einmitt núna og margir kjósa þeir að leigja sér bíl og keyra um landið á eigin vegum. Það er svo ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar bíll er tekinn á leigu og eins ýmislegt sem kann að koma erlendum ferðamönnum hér á óvart, eins og einbreiðar brýr, hve þjóðvegur eitt er mjór, hve mikið er af malarvegum og hve mikið er um sauðfé á miðjum veginum! Fyrir utan þessi séríslensku atriði eru svo ákveðin atriði sem alltaf er gott að hafa í huga þegar bíll er tekinn á leigu.

ECC Flokkun: