Flugfarþegar

Slóvenska flugfélagið Adria gjaldþrota

Fimmtudagur, 10. október 2019 - 10:45
Íslenska

Í byrjun mánaðarins sótti flugfélagið Adria um gjaldþrotaskipti. Þeir flugfarþegar sem gjaldþrotið hafði áhrif á geta nú sent inn kröfur í þrotabúið

Hvað þarf ég að senda?
Nauðsynlegt er að senda skriflega kröfu í þrotabúið og hún þarf að vera á Slóvensku. Ekki dugar að senda kröfuna í tölvupósti, heldur þarf hún að berast í bréfpósti.

Hvert sendi ég kröfuna?
Þú þarft að senda kröfuna í bréfpósti á eftirfarandi heimilisfang:

ECC Flokkun: 

Flug með Air Berlin

Mánudagur, 23. október 2017 - 13:00
Íslenska

Þann 15. ágúst sl. lýsti Air Berlin yfir greiðsluþroti og var fjallað um það hér á heimasíðunni. Nú hefur flugfélagið tilkynnt að það muni ekki starfrækja flug eftir 28. október nk.

Hvað ef Air Berlin hefur aflýst flugi mínu?
Ef farþegi bókaði flug fyrir 15. ágúst sl. þá verður hann að lýsa kröfu sinni í þrotabúið. Ef flugmiði var bókaður eftir 15. ágúst sl. þá hefur Air Berlin lýst því yfir að félagið muni endurgreiða flugmiðann.

ECC Flokkun: 

Air Berlin lýsir yfir greiðsluþroti

Fimmtudagur, 17. ágúst 2017 - 14:45
Íslenska

Samkvæmt ECC í Þýskalandi lýsti þýska flugfélagið Air Berlin þann 15. ágúst 2017 yfir greiðsluþroti. Enn sem komið er hefur fyrirtækið ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Hvað þýðingu hefur greiðsluþrotið fyrir þá farþega sem nú þegar eiga bókuð flug með Air Berlin?
Flugfélagið hefur fengið fjármagn frá þýskum yfirvöldum til að halda starfsemi áfram næstu þrjá mánuði. Þetta þýðir að enn sem komið er ættu þeir farþegar sem þegar hafa bókað flug með flugfélaginu ekki að hafa áhyggjur af því að flugi þeirra verði aflýst vegna greiðsluerfiðleikanna.

Réttindi fatlaða og hreyfihamlaðra einstaklinga sem ferðast með flugi

Fimmtudagur, 1. desember 2016 - 12:45
Íslenska

Alþjóðadagur fatlaðra er 3. desember næstkomandi og í tengslum við daginn hefur ECC- netið ákveðið að vekja athygli á réttindum fatlaðra og hreyfihamlaðra flugfarþega.

Þrátt fyrir að Evrópulöggjöfin veiti töluverða neytendavernd þá mæta fatlaðir og hreyfihamlaðir enn hindrunum þegar þeir ferðast með flugi.

ECC-Netinu hefur á árinu 2016 borist nokkur fjöldi almennra fyrirspurna og kvartana:

ECC Flokkun: 

Yfirbókun til Alicante

29/06/2016 - 11:15
Íslenska

Íslenskur ferðamaður átti bókað flug frá Alicante til Keflavíkur, en flugfélagið aflýsti fluginu og bókaði hann með öðru flugfélagi í staðinn, með millilendingu í London. Þegar ferðamaðurinn mætti í flugið var honum hinsvegar neitað um far þar sem flugið væri yfirbókað og hann í staðinn bókaður í annað flug sem fór síðar. Ferðamaðurinn var ekki sáttur við það, enda mættur vel tímanlega og með miða sem hitt flugfélagið var búið að bóka fyrir hans hönd. Ferðamaðurinn sendi kröfu á flugfélagið sem neitaði honum um far, en þar sem hann fékk aldrei svör leitaði hann til ECC á Íslandi.

ECC Categories: 

Endurgreiðsla flugmiða

29/06/2016 - 11:15
Íslenska

Íslensk kona átti bókað flug með norsku flugfélagi, en fluginu var svo aflýst nokkrum vikum fyrir áætlaða brottför. Hún sendi erindi á flugfélagið og krafðist þess að fá flugmiðann endurgreiddan, en tilraunir hennar báru ekki árangur. Hún kom þá á skrifstofu ECC á Íslandi og óskaði eftir aðstoð í málinu. Starfsfólk ECC á Íslandi aðstoðaði konuna við að leggja fram kröfu um endurgreiðslu og málið fékk á endanum farsælan endi þar sem hún fékk endurgreiddan flugmiðann líkt og hún átti rétt á.

ECC Categories: 

Neytendur á ferð og flugi – skaðabætur vegna seinkunar

Þriðjudagur, 28. júní 2016 - 13:30
Íslenska

Komi til tafa eða aflýsingar á flugi eiga farþegar margvíslegan rétt. Þessi réttur byggir á Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega og er því sambærilegur í öllum ríkjum EES og einnig þó flogið sé frá öðrum löndum til EES-svæðisins, ef flugrekandinn er frá EES-svæðinu. Þannig eiga flugfarþegar t.a.m. rétt á ýmiss konar aðstoð vari seinkun í ákveðinn tíma eða flugi er aflýst, t.d. hressingu, gistingu ef þörf er á og ferðum til og frá flugvelli. Einnig eiga flugfarþegar, samkvæmt ákveðnum reglum, rétt á endurgreiðslu flugs eða breytingu á flugleið til að komast til ákvörðunarstaðar. 

ECC Flokkun: 

Nýr bæklingur fyrir evrópska ferðalanga

Þriðjudagur, 28. júní 2016 - 11:15
Íslenska

Kominn er út handhægur bæklingur þar sem fræðast má um ECC-netið, rétt flugfarþega, bókun á netinu, bílaleigu, pakkaferðir og ýmislegt fleira sem viðkemur rétti ferðlanga. Auk þess hefur bæklingurinn að geyma fjölmargar reynslusögur frá evrópskum neytendum. Bæklingurinn nýtist svo einnig sem stílabók.

Skemmd ferðataska

01/04/2016 - 10:30
Íslenska

Írskur ferðamaður sem flaug frá Keflavík til Dyflinnar tók eftir því þegar hann vitjaði ferðatösku sinnar á farangursbandinu að hún hafði skemmst í fluginu og leit út fyrir að hafa fengið á sig högg. Hann tilkynnti um skemmdirnar strax á flugvellinum og sendi svo tölvupóst á flugfélagið án þess að fá úrlausn á máli sínu. Ferðamaðurinn setti sig þá í samband við ECC á Írlandi sem áframsendi málið til ECC á Íslandi sem hafði samband við flugfélagið.

ECC Categories: 

Farangur skilar sér ekki

01/04/2016 - 10:30
Íslenska

Finnskur ferðamaður átti bókað flug frá Toronto til Helsinki með millilendingu í Keflavík, en þegar hann lenti í Finnlandi kom í ljós að farangurinn hafði ekki skilað sér. Flugfélagið lofaði að koma farangrinum til Nýja Sjálands þangað sem ferðamaðurinn var að fara daginn eftir. Það tók flugfélagið hins vegar níu daga að koma farangrinum á leiðarenda. Loksins þegar farangurinn barst þurfti maðurinn til að kaupa sér rútumiða svo hann gæti náð í farangurinn á flugvöllinn.

ECC Categories: