Um ECC-Netið

Hvað getur Evrópska neytendaaðstoðin gert fyrir þig

Þriðjudagur, 9. ágúst 2016 - 14:30
Íslenska

Hún veitir hjálp og gefur ráð vegna vandamála í viðskiptum yfir landamæri á milli ESB-ríkja, Íslands og Noregs.

Hlutverk okkar felst í því að veita upplýsingar, ráð og aðstoð vegna vandamála í viðskiptum yfir landamæri á milli ESB-ríkja, Íslands og Noregs. Þjónusta okkar er ókeypis.

 

Við getum:

•Ráðlagt þér um réttindi viðskiptavina vegna viðskipta og ferðalaga samkvæmt Evrópureglum og lögum viðkomandi ríkis

•Gefið hagnýt ráð til þess að spara þér fé og komast hjá vandamálum

ECC Flokkun: 

Saga okkar

Þriðjudagur, 9. ágúst 2016 - 13:30
Íslenska

Starf í áratug að bættri neytendavernd yfir landamæri

Evrópska neytendaaðstoðin (EEC-Net) varð til við samruna EEJ-Net (Extrajudicial Settlement of Consumer Disputes) og Euroguichet (European Consumer Infocentres) samstarfsnetanna. Það er dæmi um samvinnu á þjóðréttarstigi og ESB-réttarstigi vegna þess að Evrópska neytendaaðstoðin er starfrækt af opinberum aðilum og samtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni í aðildarríkjum ESB, Íslandi og Noregi, auk þess sem Evrópusambandið tekur þátt í fjármögnun hennar.

ECC Flokkun: 

Gildi okkar

Þriðjudagur, 9. ágúst 2016 - 13:15
Íslenska

Að vinna á fagmannlegan hátt að því að ná sáttum, jafnframt því að tryggja gagnsæi, hlutleysi og trúnað við bæði neytendur og seljendur

Áhersla á viðskiptavininn

Við gerum okkar besta til þess að tryggja að viðskiptavinir fái viðeigandi upplýsingar, ráð eða aðstoð. Við leggjum aðaláhersluna á þá í starfsemi okkar og leggjum okkur bæði fram um það að sjá fyrir þarfir þeirra og að gefa sem nákvæmastar upplýsingar eða þjónustu.

Fagmennska

ECC Flokkun: 

Stefna okkar

Mánudagur, 8. ágúst 2016 - 11:45
Íslenska

Að auka traust í viðskiptum yfir landamæri ESB-ríkja

Stefna Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (European Consumer Centres -  ECC-Net) er sú að veita neytendum innan ESB auk Íslands og Noregs ókeypis aðstoð og ráðleggingar, lendi þeir í vandræðum með viðskipti yfir landamæri.

Það er lykilatriði að stuðla að því að neytendur skilji betur og framfylgi réttindum sínum sem evrópskir borgarar og geti sem best nýtt sér innri markaðinn í Evrópu.

ECC Flokkun: 

ECC-netið - hvað er nú það?

Þriðjudagur, 28. júní 2016 - 13:15
Íslenska

Á síðasta ári fagnaði ECC-netið tíu ára afmæli sínu en á þessum tíu árum höfðu 650.000 neytendur haft samband. Fjöldinn eykst ár frá ári og nú hafa um 100.000 neytendur samband árlega. Stundum er einfaldlega um að ræða fyrirspurnir, þ.e. neytendur vilja vita hvaða rétt þeir eiga í viðskiptum við seljendur í öðrum löndum, en í öðrum tilvikum hafa viðskipti þegar farið fram og neytendur vilja vita hvort brotið hafi verið á rétti þeirra. Þessum erindum er svarað og í mörgum tilvikum dugir sú leiðsögn neytendum til að leysa málin á farsælan hátt.

ECC Flokkun: 

Tíu ár í þágu neytenda

Þriðjudagur, 15. desember 2015 - 17:45
Íslenska

ECC-netið, net Evrópskra neytendaaðstoða, sem starfar í öllum aðildarríkjum ESB auk Íslands og Noregs og er að hluta til fjármagnað af Evrópusambandinu, fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir.

ECC Flokkun: