Yfirbókun í flug

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 16:00
Íslenska

Írsk kona varð fyrir því í að henni var neitað um far með íslensku flugfélagi vegna yfirbókunar.  Konunni var séð fyrir nýju flugi daginn eftir ásamt gistingu meðan beðið var. Konan margkvartaði við flugfélagið í síma, með tölvupósti og bréfpósti og óskaði eftir skaðabótum samkvæmt reglugerð um réttindi flugfarþega en var aðeins boðin inneign fyrir tvo í nýtt flug með félaginu sem konan vildi ekki þiggja, enda ekki á hverjum degi að bóka flug með íslensku félagi og ennfremur átti hún rétt á skaðabótum upp á 400 evrur. Í hátt á annað ár eða reyndi hún að fá umræddar bætur greiddar en án árangurs.  Leitaði hún því til ECC í sínu heimalandi sem sendi málið til ECC-Íslands.  Eftir milligöngu ECC fékk konan bæturnar loks greiddar tveimur árum eftir að henni var neitað um far!

ECC Categories: