Týndar útilegugræjur

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:45
Íslenska

Fimm franskir ferðamenn flugu með íslensku flugfélagi frá Frakklandi til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Af einhverjum ástæðum barst farangur þeirra ekki með flugvélinni til Bandaríkjanna og kvörtuðu þeir strax við flugfélagið. Þeir fengu þau svör að farangurinn yrði sendur til þeirra við fyrsta tækifæri. Svo fór að á meðan 19 daga dvöl þeirra stóð komst ekki allur farangurinn til skila. Ferðamennirnir neyddust því til að kaupa sér ýmsar nauðsynjar auk þess sem þeir þurftu að kaupa eða leigja ýmiss konar útivistarbúnað en megintilgangur ferðarinnar var að fara í útilegu. Ferðamennirnir kröfðu flugfélagið um að fá útlagðan kostnað endurgreiddan. Það bar ekki árangur og  settu þeir sig þá í samband við ECC-netið. Þeir höfðu gætt þess vel að geyma allar kvittanir og gátu því sýnt fram á raunveruleg útgjöld. Eftir milligöngu ECC á Íslandi fengu ferðamennirnir endurgreiddan útlagðan kostnað, að upphæð 1.173 evrur, ásamt því að flugfélagið bauð þeim gjafabréf sem sárabætur fyrir öll óþægindin.

ECC Categories: